Til eftirbreytni fyrir Íslenska stjórnmálamenn

Að viðurkenna mistök sín, það hefur ekki verið á dagskrá íslenskra stjórnmálamanna.  Kannski þeir/þær gætu lært af þessum unga forseta Bandaríkjanna.  Hér þræta stjórnmálamenn þangað til allt er hrunið, að allt sé nú í góðu lagi.  Þeir hafa vísvitandi logið að kjósendum sínum, og svo benda þeir á aðra.  Eins og lítil börn sem ekki vilja viðurkenna eigin mistök.  "Ég er saklaus" en ekki hann Siggi á móti "hann braut bollann"  Svo segir hann Siggi á móti " ég er saklaus"  Stína braut bollann.  Það er sorglegt að horfa á fullorðið fólk haga sér svona, að kenna öðrum um eigin mistök.  Barack Obama viðurkenndi strax mistökin og baðst afsökunnar, hann er meiri maður en flestir Íslenskir stjórnmálamenn.
mbl.is Obama: Ég klúðraði þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er mannlegt að gera mistök eins og segir Jóna. Íslenski ný aðallinn eru það menn yfir höfuð?

Júlíus Björnsson, 4.2.2009 kl. 11:16

2 Smámynd: Tiger

Ég er sammála þér Jóna að mister Obama er miklu fremri íslenskum stjórnmálamönnum. Væri sannarlega þess virði fyrir íslenska pólitíkusa að læra af honum og spá í það hve miklu meiri virðing væri borin fyrir þeim ef þeir hættu að forðast eigin ábyrgð og færu að standa sig betur gagnvart kjósendum sínum ..

Knús og kram ..

Tiger, 4.2.2009 kl. 15:15

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég er búin að segja allavega 5x... í rosa lýst mér vel á það sem Obama er að gera alveg til fyrirmyndar og eftirbreytni.

Solla Guðjóns, 5.2.2009 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband