Draumur orðinn að martröð

Í draumi sérhvers manns er fall hans falið.
Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg
af blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið
á bak við veruleikans köldu ró.

Þinn draumur býr þeim mikla mætti yfir
að mynda sjálfstætt líf, sem ógnar þér.
Hann vex á milli þín og þess, sem lifir,
og þó er engum ljóst, hvað milli ber.

Gegn þinni líkamsorku og andans mætti
og öndvert þinni skoðun, reynslu og trú,
í dimmri þögn, með dularfullum hætti
rís draumsins bákn og jafnframt minnkar þú.

Og sjá, þú fellur fyrir draumi þínum
í fullkominni uppgjöf sigraðs manns.
Hann lykur um þig löngum armi sínum,
og loksins ert þú sjálfur draumur hans.


Steinn Steinarr
Þetta ljóð finnst mér vera samið í gær eða fyrradag.  Samt hefur það lifað með þjóðinni lengi.   

mbl.is Er draumurinn á enda?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Já - hann er alltaf flottur hann Steinn Steinarr

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 8.2.2009 kl. 00:15

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Snilld

Einar Örn Einarsson, 8.2.2009 kl. 01:02

3 Smámynd: Sigrún Óskars

já bara snilld

Sigrún Óskars, 8.2.2009 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband