11.2.2009 | 02:07
Útúrsnúningar eða falsanir?
Ekki má hann Ólafur Ragnar opna munnin erlendis, þá fer allt í bál og brand. Væri ekki bara best að hann léti sig hverfa, hann gat horfið og þagað í tæpa 4 mánuði eftir hrunið. Ekki er hann að hjálpa okkur í neyð okkar, á þessum síðustu og verstu tímum. Hann er að skamma konuna sína, fyrir að tala. Á sama tíma talar hann tóma þvælu, eða er svona misskilinn. Ég hafði þá hugmynd að forsetinn ætti að vera sameiningartákn okkar Íslendinga, en hann virðist eingöngu valda sundurlyndi.
Ein vonsvikin

![]() |
Svakalegt að fá þetta í andlitið núna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.