12.2.2009 | 01:30
Forsendurnar brustu fyrir 20 árum
Þegar afnám vísitölutryggingar á laun var gert. Siðan hafa allir launasamningar verið hálfgert svindl. Á meðan verðtrygging lána er í fullu gildi, þarf náttúrulega að semja um að launin verði vertryggð til jafns við skuldirnar okkar. Annað er svínarí, og það hefur viðgengist allt of lengi. Þarna vil ég sjá breytingar. Svo er ég fylgjandi því að verkalýðsforkólfarnir séu á sömu launum og verkalýðurinn sem þeir semja fyrir. Eignaupptakan hefur verið alveg ótrúlega mikil á þessum tíma.
Staðið verði við launahækkanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Algerlega sammála þér Jóna mín.
Sigrún Jónsdóttir, 12.2.2009 kl. 01:32
Þarna hefur mesta kjararýrnunin verið. Það er allavega mitt mat.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.2.2009 kl. 01:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.