15.2.2009 | 00:57
Mér finnst þetta ekki vera nýtt lag
Mér fannst ég kannast við allt of stóran hluta þessa lags, eiginlega allt nema viðlagið. Það á ábyggilega eftir að finnast lag sem þetta líkist of mikið til þess að þetta geti talist nýtt. Ekki nennti ég að horfa á þessa Eurovision þætti, en ég fann vinningslagið í spilara hjá öðrum bloggara. Mér fannst lagið væmið og leiðinlegt, en Jóhanna er ágætis flytjandi. Hún söng lagið mjög vel, en lagið er ekki gott.
Lagið Is it true til Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það venst....mér fannst það eitthvað svo lengi að spilast í gegn til að byrja með...sem þíðir væntanlega að mér leiddist
Sigrún Jónsdóttir, 15.2.2009 kl. 01:11
Þegar maður skoðar myndir af höfundum, þá er kannski skiljanlegt að þér finnist ekkert nýtt við þetta. Þetta er eins og félagaskrá í Kiwanisklúbb. Allt gamlir prumpar og ein harðfullorðin kona. Er einhvers annars að vænta að þetta sé lummó þetta drasl.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.2.2009 kl. 01:32
Eurovision er ekki eins og hún var í den.... Nú eru þetta svo margar þjóðir og ólíkar þannig að við sem og kannski vestur Evrópa eigum ekki séns. Þetta Rússneska lag sem vann í fyrra ég heyrði það aldrei spilað en norska lagið sem var stórgott varð ágætis HIT hér á landi og í Skandinaviu. Kannski allt í lagi að vera með ekkert að fara í fýlu en það kostar örugglega formúgu.
Reykjavíkurmær (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 01:33
Jón Ragnar Steinarsson, allstaðar sem ég kem við og þú ert að kommenta þá skal það alltaf vera neikvætt. Er ekki til neitt jákvætt í þínum huga.? Fyrirgefðu að ég spyr.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 15.2.2009 kl. 01:39
Okok, ég er að hlusta á lagið núna - í fyrsta skiptið - og verð að viðurkenna að ég er ekki mjög jákvæður á því að það komist langt þarna úti. Jú hún Jóhanna syngur vel - en mér finnst lagið way to out of this keppni. Svona ballaða á ekki heima í Júró finnst mér.
Knús í þitt hús Jóna mín og takk fyrir að benda mér á lagið á netinu.
Tiger, 15.2.2009 kl. 01:41
Ekki hef ég áhyggjur vegna athugasemdar Jóns Steinars Ragnarssonar, ég er vön að hlusta á svona rugl í vinnunni minni. Það er eins og að skvetta vatni á gæs að reyna móðga mig. Svo er ég á þeirri skoðun að athugasemdir lýsa aðeins þeim sem skrifar þær, engum öðrum
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.2.2009 kl. 02:15
heyrði lagið fyrst í kvöld...its not my cup of tea.....hef ekkert fylgst með þessu
Hólmdís Hjartardóttir, 15.2.2009 kl. 02:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.