16.2.2009 | 01:28
Blankheit stuðla að hugsun
Ég þjáist af blankheitum, kreppan er farin að narta í heimilsibókhaldið mitt. Greiðsluþjónustan hefur hækkað um 29.000 krónur á mánuði og framfærslan um tugi þúsunda á mánuði. Ég hef áður gengið í gegnum þrengingar fjárhagslega. Ég kann að spara og fara vel með peninga. En samt er erfiðara og erfiðara að láta enda ná saman. Ég sé fram á það að eiga ekki peninga síðustu vikuna í mánuðinum, nema að ég finni nýtt sparnaðar-ráð. Ég hef skorið niður alla óþarfa eyðslu, ég er í verslunarbanni. Ég kaupi bara nauðsynjavöru, ekkert annað. því miður er tóbak ennþá á nauðsynjalistanum mínum, en betur má ef duga skal. Ætli ég neyðist ekki til þess að hætta að reykja fljótlega
Að reykja er að brenna peninga, ég verð að fara að hætta.
Aldrei of blönk til að hugsa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef einhvern tímann kom tími hinnar hagsýnu húsmóður þá er hann núna.
(Er líka aaalveg að fara að hætta að reykja...)
Hildur Helga Sigurðardóttir, 16.2.2009 kl. 01:41
helvítis nikotínið.....
Hólmdís Hjartardóttir, 16.2.2009 kl. 01:48
Heil og sæl; Jóna Kolbrún, sem þið önnur, hér á síðu !
Blessað nikótínið; myndi ég fremur segja, Hildur Helga og Hólmdís. Heldur mér gangandi, að minnsta kosti - ella væri ég, löngu dauður, úr leiðindum.
En; að gamanblendinni alvöru slepptri, þá er, því miður útlit fyrir, að enn harðni á dalnum, hjá fólki, og vona ég, sannarlega; að þér takist, að komast hjá verstu váboðunum, Jóna mín, sem og reyndar,, fólki almennt.
Það er víst; ískalt raunsæið, sem gildir - nú um stundir.
Með beztu kveðjum /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 02:06
Sæll sjálfur Óskar Helgi. Það harðnar á dalnum hjá smáfuglunum. Ég vil ekki hætta að reykja, mér finnst gott að reykja. En vonandi þarf ég ekki að hætta alveg í bráðinni. Kannski get ég skorið meira niður annarsstaðar fyrst.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.2.2009 kl. 02:09
Ég get alveg viðurkennt að það pyngjan er farin að léttast allverulega. Greiðsluþjónustan hækkaði töluvert meira hjá mér, ég veit ekki alveg hvernig ég á að kljúfa það.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 17.2.2009 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.