26.2.2009 | 01:21
Maðurinn er snillingur
Að komast á forsíðu mbl.is með svona fullyrðingu. Ég er ansi hrædd um að fleiri hugsi það sama um Framsóknarflokkinn. Að hann sé óstjórntækur, hvaða flokkur með viti vill svona samstarfsmenn? Flokkurinn sem næstum er horfinn, ráðskast með stjórn Jóhönnu. Fer hann Birkir bundinn til næstu kosninga og lofar að starfa ekki með Sjálfsstæðisflokknum? Mér finnst þetta bara ódýr kosningabrella, fá umfjöllun á MBL þar sem hann hefur ekkert málgagn sjálfur. Tíminn leið undir lok fyrir löngu síðan.
Sjálfstæðisflokkurinn óstjórntækur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú skal allt notað. Þetta verður sennilega hatramasta kosningabarátta, sem fram hefur farið hér á landi.
Sigrún Jónsdóttir, 26.2.2009 kl. 01:24
Hatrammasta og sú ómálefnalegasta líka.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.2.2009 kl. 01:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.