Að setjast í helgan stein.

Það er ráðlegging mín til Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.  Hennar tími er liðinn.  Hún gerði þau mistök sem utanríkisráðherra að leggja ofurkapp á kosningarbaráttu til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og hún tapaði.  Ekki bara hjá öryggisráðinu, líka hérna hjá kjósendun á Íslandi.  Hún gerði ekkert til þess að bjarga því sem bjargað var hægt eftir bankahrunið.  Þá gerði hún stór mistök, sem seint verða fyrirgefin.  Hún eyddi hálfum milljarði í kosningarbaráttuna til öryggisráðsins, sem er óhæfa.  Svo var engu tilsparað í utanríkisþjónustunni, útrásin var í fullum gangi þar.  Ingibjörg Sólrún, þinn tími er kominn til þess að setjast í helgann stein. 
mbl.is Ingibjörg Sólrún kynnir áform sín síðar í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tína

Það hlaut að koma að því að einhvern tímann yrði ég sammála þér Jóna mín. Segi nú ekki annað.

Helgarknús á þig annars og hlakka til að fylgjast með þér aftur kona góð

Tína, 26.2.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband