Yfirlýsing skuldara

Ég undirrituð lýsi því hér með yfir að ég hef einhliða leyst sjálfa mig undan öllum persónulegum fjárskuldbindingum sem ég hef skráð sjálfa mig fyrir á liðnum árum.

Ég geri þetta í þeirri vissu að lánardrottnar mínir sýni mér sömu mildi og þeir hafa sýnt landráðamönnum Íslands þegar þeir hafa tekið milljarðalán án persónulegra ábyrgða. Og umræddir lántakendur rífa bara kjaft og þykjast vera alsaklausir. 

Ég fékk þessa yfirlýsingu frá bloggvinkonu minni Sigrúnu Aðalsteinsdóttur, mér finnst þessi yfirlýsing tær snilld.  

Væri ekki gott ef við þessir venjulegu skuldarar gætum gert eins og hinir sem komu okkur í þessa stöðu sem við erum í núna?  Það væri óskandi að svona yfirlýsingar væru marktækar, fyrir okkur hin líka. 

Hvað hafa þeir sem afskrifað hafa skuldir sínar og sinna, umfram okkur hin?  Ekkert nema leyfi yfirvalda.  Ég sæki um svona fyrirgreiðslu strax í dag. 


mbl.is Hverjir voru með í ráðum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 1.3.2009 kl. 02:49

2 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Myndi ekki taka sjens á slíku.

En skil broddinn í þessu.

Þetta er ekki alþýðuvænt samfélag.

Einar Örn Einarsson, 1.3.2009 kl. 06:17

3 Smámynd: Sigrún Óskars

væri til í að sækja um þessa fyrirgreiðslu - en við vitum að það þýðir ekki

Sigrún Óskars, 1.3.2009 kl. 10:06

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 1.3.2009 kl. 10:06

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfur faðmur af ást og hlýju til þín elskulegust.....Ástarkveðjur frá mér til þín..:=)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.3.2009 kl. 15:50

6 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Það eru víst líklega bara fjárglæframenn sem fá niðurfellingu á skuldum sínum.  Við hin megum bara halda áfram að streða og horfa á eignir okkar rýrna í verðbólgunni.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 1.3.2009 kl. 16:02

7 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Jú þetta er tær snilld, hreinskær líka!  Þú ert komin á stóra vinsældarlistann, ekki bara minn, hm þó ég viti nú að það var bara mitt ego sem sagði þetta síðasta

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 1.3.2009 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband