1.3.2009 | 17:44
Það var margt fólk sem brást
Þessi skýrsla er áfellisdómur fyrir Sjálfsstæðisflokkinn, þetta fólk sem starfar innan flokksins var að fylgja stefnu flokksins. Ég skil ekki eftir lestur skýrslu endurreisnarnefndarinnar, hversu margir gátu brugðist. Öll fjármálaumsýsla var á vitlausum nótum. Ég var nú samt hissa á því að sjá skýrsluna, sem er viðhengi við þessa frétt. Kannski á núna allt að koma upp á borðið. Það var löngu tímabært. Mér finnst að algjör endurnýjun þurfi að verða í flokknum, út með þá sem ábyrgðina á hruninu höfðu. Alla með tölu. Það er verst þeir gerðu þetta ekki miklu fyrr, það þarf stórhreingerningu í flokknum.
Stefna brást ekki, heldur fólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það verður engin hreingerning hjá þessum flokki Jóna mín.....þau telja sig "yfirstéttarfólk" og svoleiðis fólk stendur ekki í stórþrifum
Sigrún Jónsdóttir, 1.3.2009 kl. 17:47
það þarf stórhreingerningu í öllu "batteríinu". Ég held að það verði ekki hreingering hjá hinum stjórnarflokknum (Samfylkingunni) heldur.
Sigrún Óskars, 1.3.2009 kl. 19:01
Solla Guðjóns, 1.3.2009 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.