21.3.2009 | 01:21
Þetta er fyrir kjána sem vilja græða.
Engin manneskja með viti svarar svona tölvupósti. Svona Nígeríusvindl hlýtur einhverntíma að hætta að virka. En á meðan græðgin ræður, eiga alltaf einhverjir eftir að falla fyrir svona gylliboðum.. Varúð ekki svara svona tölvupósti, nema kannski að þú sért útrásarbarón sem þarft að þvo peninga líka.
Aðvörun frá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Jóna.
Það er ótrúlega mikið um að fólk trúi þessu og ....................
Kveðja
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 01:28
Uss jamm .. það eru alltaf einhverjir sem falla fyrir svona plotti sko! Ótrúlegt en satt sko .. og fulltaf fólki sem trúir öllu sem það les á prenti eða sér í sjónvarpi. En, jamm gott að við erum ekki öll eins sko ..
Knús í þitt hús Jóna mín!
Tiger, 21.3.2009 kl. 01:29
Svona mail eru send til kannski 1000 manns og það er nóg að 5 af þessum 1000 falli í gildruna þá eru aumingjarnir búnir að fá það sem þeir þurfa.
Hannes, 21.3.2009 kl. 02:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.