Þar sem maður er farinn að sjá skrattann í hverju horni

Þá finnst mér við hæfi að upplýsa okkur skattgreiðendur hvort bankastjórarnir og aðrir yfirmenn hafi þegið bónusa undanfarið ár.  Og þá hversu háa bónusa hver fékk.  Er ekki hægt að láta bónusþegana í öllum bönkunum borga bónusana til baka vegna hraklegrar stjórnunar á bönkunum öllum?  Bónusar eiga kannski rétt á sér þegar vel hefur verið unnið og mikið grætt, en allur skrípaleikurinn í kring um bankahrunið kallar á upplýsingar fyrir okkur lýðinn.  Sick  Ég er mjög forvitin. 
mbl.is Gat ekki staðið við greiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er útlit fyrir að eigendur bankanna hafi verið algert sjálftökulið! Eiginhagsmunaseggir og frekjurassar. Veit að þetta eru stór orð en hvað getur maður sagt miðað við það hvernig allt í kringum rekstur þeirra lítur út? Ef þessir menn hefðu áhuga á að hreinsa sig er þeim í lófa lagið að opinbera bókhald bankanna. Það að þeir gera það ekki rökstyður það sem reynslan og þær litlu fréttir sem almenningur hefur fengið segja okkur.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.3.2009 kl. 01:49

2 Smámynd: Hannes

Ég er alveg viss um að það eigi mjög margt eftir að komast á yfirborðið og sumt á því á eftir að draga dilk á eftir sér.

Hannes, 23.3.2009 kl. 01:54

3 identicon

Heilar og sælar; Jóna Kolbrún og Rakel !

Verulegt athugunarefni; þar á ferð.

Og væri; svo sem, í samræmi við flest annað, minni ykkur á, ágætar umfjallanir Ragnars Þórs Ingólfssonar (ragnar73), spjallvinar míns, um Lífeyrissjóðina, einnig.

Með beztu kveðjum; sem fyrr /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 01:54

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Óskar! Ég fylgist svo sannarlega með skrifum Ragnars Þórs enda er hann  í eðalflokki! Hann er einn meðal hinna frábæru blogghetja sem ég dáist svo að þessa daganna

Rakel Sigurgeirsdóttir, 23.3.2009 kl. 02:09

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef líka lesið blogg Ragnars Þórs, hann er engum líkur.  Sannur hugsjónamaður á ferð þar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.3.2009 kl. 02:16

6 identicon

Komið þið sælar ;á ný - líka, sem Hannes Adam !

Bið ykkur forláts; ágætu stöllur, Rakel og Jóna Kolbrún.

Ég átti að vita betur; hvar þið eruð einnig, málafylgjukonur góðar, til viðfangsefna margra, á landsins vísu.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband