25.3.2009 | 02:22
Örverpið er orðið 12 ára
Fyrir tólf árum sat ég í stólnum hjá gamla tannlækninum mínum. Klukkan var 16.00 ég var varla sest niður þegar ég fann smá sting, ég var komin 2 vikur framyfir áætlaðan fæðingardag. Ég var alveg róleg, kláraði minn tíma hjá tannlækninum og fór heim. Svo stuttu seinna fundust mér verkirnir heldur færast í aukana. Ég átti ýmislegt ógert heima og eldaði ég mat og settist niður til þess að horfa á Nágranna, þegar líða fór á þáttinn fannst mér verkirnir orðnir heldur örir. Ég fór að tína til dót til þess að taka með mér á fæðingardeildina og um leið og Nágrannar voru búnir, sagði ég við karlinn nú förum við strax. Á leiðinni á spítalann fannst mér sá fyrrverandi keyra allt of hægt, ég bað hann að keyra hraðar. Við komum upp á fæðingardeild klukkan rúmlega 19.00 Ég var komin með mikla og öra verki við komuna á deildina. 39 mínútum seinna var þessi litla stúlka fædd. Hún var minnst af mínum börnum, aðeins 12 merkur eftir 42ja vikna meðgöngu. Hún lenti í því að gleypa legvatn og var reynt að hreinsa það úr öndunarveginum. Læknarnir fóru sér heldur óðslega og annað lungað á henni féll saman. Hún var í gjörgæslu í nokkra daga og hefur hún braggast vel síðan. Til Hamingju með afmælið Hulda Marín.
Athugasemdir
Innilega til hamingju með Huldu Marín Fallegt nafn
Sigrún Jónsdóttir, 25.3.2009 kl. 08:29
til hamingju með hana
Ragnheiður , 25.3.2009 kl. 08:32
Til hamingju með hana og daginn, knúsur
Hrafnhildur Björk Jónsdóttir, 25.3.2009 kl. 21:10
Til hamingju með stúlkuna Jóna mín.
Hilmar Gunnlaugsson, 25.3.2009 kl. 22:31
Sæl Jóna.
Til hamingju með dótturina, Jóna mín.
Kærelikskveðjur á ykkur báðar og að sjálfsögðu hin líka.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 01:44
Til hamingju með dótturina Jóna.
Hannes, 26.3.2009 kl. 02:04
Takk fyrir hamingjuóskirnar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.3.2009 kl. 02:24
Ps: Ef einhver vill skrá sig á meðmælendalista Borgarahreyfingarinnar, þá er ég með lista sem ég get komið með til viðkomandi.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.3.2009 kl. 02:26
oops
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.3.2009 kl. 02:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.