1.4.2009 | 01:31
Vonandi sleppur mín tölva.
Ég las í gær að eina leiðin fyrir notendur Windows til þess að verjast þessum vírus væri einhver uppfærsla frá 09.10 í fyrra. Ekki hef ég hugmynd um það hvort þessi uppfærsla sé í minni tölvu, sem ég keypti mér í desember í fyrra. Ég er samt að hugsa um að fara ekki á facebook til morguns, bara svona til öryggis. Mér er sagt að facebook sé algjör vírus-síða, að ekki sé óhætt fyrir venjulegt fólk án ofurvarna að vera þar ósmitaður af vírusum..
Vírus smitist við leit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Get ekki beðið eftir honum! HAHAHAHA!
hfinity (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 10:41
Það er svo mikið kjaftæði í gangi. Það gerist ekki nokkur skapaður hlutur í dag varðandi Conficker. Hann breytir aðeins hegðun sinni varðandi það hvernig hann sækir uppfærslur, en það er allt og sumt - og þessi breyting er ekki bundiin við daginn í dag, heldur er hún varanleg.
Púkinn, 1.4.2009 kl. 11:26
Það þarf engar ofurvarnir, bara góða vírusvörn (Púkinn getur selt þér eina góða ef þú treystir ekki þeim gjaldfrjálsu), nota sjálfvirka uppfærslu á Windows og síðan smávegis heilbrigða skynsemi. Mín uppsetning á vörnum er eftirfarandi:
Þetta hefur dugað til að halda mínum vélum hreinum síðustu árin og ekkert af þessu kostar krónu.
Einar Steinsson, 1.4.2009 kl. 17:24
Ég er með sjálfvirka uppfærslu, en enga vírusvörn. Ég þarf að athuga hvað ég geri fljótlega.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.4.2009 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.