Vonandi sleppur mín tölva.

Ég las í gær að eina leiðin fyrir notendur Windows til þess að verjast þessum vírus væri einhver uppfærsla frá 09.10 í fyrra.  Ekki hef ég hugmynd um það hvort þessi uppfærsla sé í minni tölvu, sem ég keypti mér í desember í fyrra.  Ég er samt að hugsa um að fara ekki á facebook til morguns, bara svona til öryggis.  Mér er sagt að facebook sé algjör vírus-síða, að ekki sé óhætt fyrir venjulegt fólk án ofurvarna að vera þar ósmitaður af vírusum.. 
mbl.is Vírus smitist við leit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get ekki beðið eftir honum! HAHAHAHA!

hfinity (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 10:41

2 Smámynd: Púkinn

Það er svo mikið kjaftæði í gangi.   Það gerist ekki nokkur skapaður hlutur í dag varðandi Conficker.   Hann breytir aðeins hegðun sinni varðandi það hvernig hann sækir uppfærslur, en það er allt og sumt - og þessi breyting er ekki bundiin við daginn í dag, heldur er hún varanleg.

Púkinn, 1.4.2009 kl. 11:26

3 Smámynd: Einar Steinsson

Það þarf engar ofurvarnir, bara góða vírusvörn (Púkinn getur selt þér eina góða ef þú treystir ekki þeim gjaldfrjálsu), nota sjálfvirka uppfærslu á Windows og síðan smávegis heilbrigða skynsemi. Mín uppsetning á vörnum er eftirfarandi:

  • Frí útgáfa af AVG vírusvörninni: http://free.avg.com/
  • Windows Defender, frí vörn sem Microsoft skaffar fyrir njósnahugbúnaði og öðrum pestum: http://www.microsoft.com/windows/products/winfamily/defender/default.mspx
  • Windows Firewall (eldveggur sem er hluti af Windows) í gangi á vélinni.
  • Windows update í gangi á véinni og stillt til að vera sjálvirkt.
  • Auk þess er ágætis regla að nota ekki Internet Explorer og jafnvel ekki Firefox þegar farið er um illa lýstar hliðargötur á internetinu, nota frekar vafra eins og Opera þegar verið er að skoða ótryggar og vafasamar síður.
  • Íta ekki bara hugsunarlaust á OK ef það sprettur upp gluggi sem vill setja upp eitthvert óþekkt forrit eða viðbót við vafran

Þetta hefur dugað til að halda mínum vélum hreinum síðustu árin og ekkert af þessu kostar krónu.

Einar Steinsson, 1.4.2009 kl. 17:24

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er með sjálfvirka uppfærslu, en enga vírusvörn.  Ég þarf að athuga hvað ég geri fljótlega.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.4.2009 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband