Ekki hljóp ég apríl í gær

Sem betur fer vissi ég hvaða dagur var þegar ég vaknaði í gærmorgun og hafði ég varann á.  Þegar ég las fréttir dagsins.  Ég hef sjaldan hlaupið apríl, nema þegar börnin mín voru að plata mig á árum áður, þá gekk ég stundum yfir þröskuld.  En aldrei hef ég farið út í bæ, að leita ótrúverðugra tilboða.  W00t   Samt trúi ég yfirleitt því sem mér er sagt, nema að sá sem segir mér frá segir "trúðu mér"  það er merki lygara að segja það.  Ein trúgjörn. 
mbl.is Einkennilegar fréttir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jóna.

Mér fannst heldur lítið fútt í þessu degi miðað við mörg skemmtileg göbbin hér áður. Kannski næst.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 02:27

2 Smámynd: Eygló

Alltaf gaman að þessu. Best er þegar samdægurs er sönn frétt sem er mjög skrýtin og ótrúverðug. Þá renna á mann tvær grímur.

Mér fannst líka svo "smart" þegar eitthvert gabbið var (í fyrra?) Fólk platað inní verslun á forsendum e-s tilboðs eða gjafa. Svo var auðvitað ekkert að hafa. En verslunarmennirnir gáfu "plötuðum" e-ð í sárabót, bíómiða minnir mig. Það var flott og fékk fleiri til að brosa gegnum tárin : )

Eygló, 2.4.2009 kl. 13:23

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar notalegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.4.2009 kl. 18:18

4 Smámynd: Sigrún Óskars

smart fréttin á stöð 2 - fundur í Háskólabíó með Jóni Ásgeiri og Davíð Oddsyni

ég hljóp ekki 1. apríl þetta árið

Sigrún Óskars, 2.4.2009 kl. 19:09

5 Smámynd: Eygló

Sigrún, synd að þetta hafi verið gabb! Það hefði verið skemmtun ársins!

Eygló, 2.4.2009 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband