Húrra fyrir sjálftökuflokknum

Hann ætlar greinilega að losa sig við óþarfa fylgi fyrir kosningarnar.  Vonandi verður þetta málþóf banabiti flokksins.  Gallharðir sjallar hafa sagt mér undanfarna daga að þeir viti ekki hvað skal kjósa eftir rúmar 3 vikur.  Ég bendi náttúrulega á Borgarahreyfinguna, vegna þess að mér líst best á málflutning þeirra vegna aðgerðaáætlunar þeirra og stefnuskrár.  Oft var þörf nú er nauðsyn, breytinga er þörf. 
mbl.is 26 sjálfstæðismenn á mælendaskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrappur Ófeigsson

Ég myndi segja að samfylkingin eða vinstri grænir væru málið. Við getum svo fellt Evrópuaðildina í þjóðar atkvæðagreiðslu.

Hrappur Ófeigsson, 3.4.2009 kl. 01:52

2 identicon

Sæl Jóna.

 Ég var einmitt að hugsa það sama. Þetta er með ólíkindum,hvað þeir gera oft í brók, síðustu daga þingsins. Ég skil suma ,þeir fá ALDREI aftur að stíga í stól Alþingis.

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.4.2009 kl. 02:03

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Samspillingin og vinstri grænir hafa ekki verið að standa sig, aðgerðaáætlun fyrir heimili landsins virðist ekki vera á aðgerðalistanum.  En allskonar ónauðsynlegar aðgerðir fá forgang. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.4.2009 kl. 02:06

4 Smámynd: Þór Jóhannesson

Jóna mín, við verðum stundum að greina á milli raunveruleikans og hókus pókus heimsins. Minnihlutastjórnin hefur staðið sig með miklum ágætum á þeim skamma tíma sem hún hefur starfað - í raun kraftaverk hverju hún hefur komið í framkvæmd á svo örskömmum tíma.

Ekki trúa bullinu í litla Framsóknarflokknum sem er að reyna að stela byltingunni! Það kann að hljóma vel en það er ekkert á bak við þetta nema persónulegur metnaður fárra einstaklinga um að verða alþingismenn - sem munu svo ganga í sína gömlu flokka ef svo ólíklega vill til að hreyfingin kæmist á þing.

verum raunsæ! En ég virð hvað þú kýst - vildi bara benda þér á að það eru ekki allir byltingarsinnar sem láta blekkjast af þessum óraunveruleika!

góðar kveðjur!

Þór Jóhannesson, 3.4.2009 kl. 03:30

5 Smámynd: Sigrún Óskars

Sigrún Óskars, 3.4.2009 kl. 06:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband