Að biðjast afsökunar

Ekki finnst mér að Anders Fogh Rasmussen eigi að biðjast afsökunnar á ritfrelsi dagblaða í Danmörku.  Ritfrelsi er algjör nauðsyn, ritskoðun er að aukast bæði hér heima og víða annarsstaðar í Evrópu.  Eða kannski ekki ritskoðun, heldur ritstýring.  Eigendur fjölmiðlanna stjórna fréttaflæðinu, hvað er fréttnæmt og hvað ekki.  Hvað þóknast eigendum fjölmiðlanna að birtist í þeirra fjölmiðli.  Þetta er slæm þróun að mínu mati. 
mbl.is Segja Fogh biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

við höfum eitt skýrt dæmi um ritskoðun af hálfu FME...

zappa (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 00:43

2 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Hatursáróður er ólöglegur og því full ástæða til að biðjast afsökunnar á þessu sem og að draga teiknarana fyrir dómstóla.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.4.2009 kl. 00:50

3 identicon

en að öðru sem virðist liggja þyngst á Íslenskum fjölmiðlum,er pólverjinn búinn að skíta...

zappa (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 00:52

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

hehe ég sá skítafréttina, hún virðist vera merkilegri en fjármálaklúðrið hérna á Íslandi.  Maður skítur kemst í fréttirnar, en ekki umræðan í Silfri Egils ekki. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2009 kl. 00:55

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

- ekki

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2009 kl. 00:56

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

http://www.mbl.is/halldor/2009/03/26/fe-med-hirdi/   <- þarf ekki að banna Halldór, hann lýsir líka allskonar fólki og atburðum í teiknimyndaformi?????

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2009 kl. 01:00

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2009 kl. 01:02

8 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Í Danmörku var ekki verið að lýsa fólki og atburðum. Allar myndirnar beindust sérstaklega gegn múslímum og réðust t.d. á Múhammeð spámann  en bannað er skv. Íslam að teikna myndir af honum. Einnig var múslímum líkt við hryðjuverkamenn í teikningunum. Því er ljóst að þarna var um hatursáróður að ræða.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.4.2009 kl. 01:04

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Myndirnar voru birtar í mörgum fjölmiðlum, líka hérna á Íslandi.  Ég sá ekkert athugavert við það. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2009 kl. 01:11

10 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Enda ertu ekki múslími. Þeim sárnuðu teikningarnar.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.4.2009 kl. 01:15

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hvað kemur næst?  Verður svínakjöt bannað hérna?  Eða sögur af svínum eða merki Bónus?  Svoleiðis þróun er að gerast í Englandi.  Ég er ekki haldin fordómum, mér finnst það bara skrítið að fólk fái ekki að tjá sig að villd.  Ritskoðun er alltaf slæm. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2009 kl. 01:17

12 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er enginn að tala um að banna svínakjöt Jóna mín.

Hilmar Gunnlaugsson, 6.4.2009 kl. 01:23

13 Smámynd: Eygló

Það er BÚIÐ að banna svínakjöt hér. Það var gert fyrir nokkrum árum  í Austurbæjarskólanum, eftir að hann var svona mikill "fjölþjóðaskóli" Ég veit ekki til að það hafi verið leyft aftur. Í stað þess að gefa fámennum hópi eitthvað "annað" á vissum dögum, voru vissar matartegundir fjarlægðar í innkaupum (svínakjöt,þ.m.t. skinka, beikon?, álegg, malakoff, spægipylsa....)

Annarra þjóða fólk, og annarra trúarbragða, hefur aðrar viðmiðanir.  Þeir fara ekki eftir okkar leikreglum hvorki á sínu svæði (eðlilega) né á okkar. Af hverju skyldum við fara eftir þeirra reglum á okkar svæðum. Mér finnst sjálfsagt að fara eftir þeirra reglum á þeirra svæði. Ekki skipta sér af mér annars staðar.

Eygló, 6.4.2009 kl. 02:03

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk Eygló, ég er svo gleymin að ég var búin að gleyma þessu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.4.2009 kl. 02:09

15 identicon

Menn eins og Hilmar sem eru svo ofboðslega "frjálslyndir" að á endanum leggjast þeir á hnéin og láta hálshöggva sig til að þókknast öðrum.

Mér kemur það bara ekkert við þó það meigi ekki teikna einhvern spámann. Ekki er þetta minn spámaður og því ætti ég að hlýta hans reglum?

Hvað ef hér kemur fólk sem trúir á fiska og telur að fiskveiðar séu brot á sínum siðareglum? Ætlar Hilmar þá að hlekkja sig við togara og heimta að menn fari að tína fjallagrös til að lifa í þessum landi.

Öllu frelsi fylgir vissulega ábyrgð en enginn maður, lifandi eða dauður, hefur rétt á því að verða ekki móðgaður.

Landið (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 02:51

16 identicon

Að teikna skopmynd af einhverjum er ekki hatursáróður... skiptir engu hvort myndin er af þér, mér, sússa eða mumma.

DoctorE (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 09:37

17 Smámynd: Stjörnupenni

Látið ekki Hilmar plata ykkur, hann er nefnilega bara að djóka :D

Stjörnupenni, 6.4.2009 kl. 11:34

18 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Eygló. Nei, svínakjötið var einungis tekið af matseðlinum í skólanum. Nemendum var þó enn heimilt að koma með svínakjöt með sér.

Landið. Athugasemd þín er undarleg.

DoctorE. [233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á [mann eða hóp manna]1) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, [kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar]1) sæti sektum &#133;2) eða fangelsi allt að 2 árum.]3)

Stjörnupenni. Nei ég er ekki að því. Af hverju skrifar þú ekki þessar ómaklegu ásakanir þínar undir nafni?

Hilmar Gunnlaugsson, 6.4.2009 kl. 20:27

19 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Væl væl hættu að grenja hilmar og hypjaðu þig úr landinu , hatur þitt á Íslendingum,íslandi og vestrænum gildi er ógeðfelt

Alexander Kristófer Gústafsson, 8.4.2009 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband