Yfirgangur skriffinna?

Hvaða læti eru þetta í umhverfisstofnun að heimta að leyfi verði veitt fyrir hreindýrinu, eða að aflífa það?  Það er ekki eins og þetta sé nýtt, hreindýrið hefur verið þarna í tæpt ár, og er löglegur íbúi hérna á Íslandi, fætt og uppalið.  Þetta góðverk að taka móðurleysingja og ala upp, virðist vera glæpaverk.  Frændi minn tók að sér yrðling fyrir nokkrum áratugum, þá var ekkert svona reglugerðarfólk á hælunum á honum heimtandi leyfi eða aflífun.  Ekki skil ég vandamálið hjá umhverfisstofnun. 
mbl.is Hóta að aflífa hreindýrskálf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Nær hefði verið að benda þessu góða fólki kurteislega á, að formsins vegna þyrftu þau að fylla út svo sem eins og eitt eyðublað og láta í póst.   (Til Týnduheindýrskálfadeildarinnar hjá Umhverfisstofnun ?)

Ekki senda ruddalega orðað hótunarbréf.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 16.4.2009 kl. 01:30

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

hehe nákvæmlega. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.4.2009 kl. 01:35

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Fannst þessi kálfur ekki nýfæddur uppá heiði og móðirin hafði yfirgefið hann?  Honum var bjargað og síðan veitt umönnun svo hann drapst ekki. Hann var síðan tekinní fóstur og er nú mannhændur.

Veitti Samband dýraverndunarfélaga þessu fólki viðurkenningu fyrir framúrskarandi frumkvæði í dýravernd og að koma í veg fyrir að nýfæddum hreindýrskálfinum biði ömurlegur dauðdagi úr hungri?

Nei!!  Nú kemur hin höndin frá hinu opinbera og vill drepa kálfinn því ekki eru skrifleg leyfi með opinberum stimpli og undirskrift að geðþótta héraðsdýralæknisins fyrir því að hafa mátt bjarga kálfinum, taka hann í fóstur og ala síðan önn fyrir honum. 

Hvaða lærdómdraga börnin í nágrenninu af þessari uppákomu?  Líklegast, að bera enga virðingu fyrir hinu opinbera sem hagar sér svona. 

Líklegast er litli hreindýrskálfurinn tarfur og því vill Femínasninn umhverfisráherrann láta skera hann!!!  Hann er ekki af réttu kyni!!! 

Kveðja Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 16.4.2009 kl. 01:48

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sæll Björn Bóndi hreindýrskálfurinn er reyndar kvíga og heitir Líf.  En ég skil ekki þennan æsing núna, ég sá frétt í haust um umræddan hreindýrskálf.  Núna ætlar umhverfisstofnun að refsa dýravinunum fyrir björgunina. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.4.2009 kl. 01:59

5 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Sæl Jóna Kolbrún.  Það er skammarlegt hve langt er síðan ég hef heimsótt þig, en svona er það nú. 

Afi minn sem var prestur ráðlagði mér eina lífsreglu sérstaklega:

Aldrei, undir neinum kringumstæðum ef hægt er, að treysta eftirfarandi aðilum:

1. Aldrei að treysta Bakkusi.

2. Aldrei að treysta stjórnmálamönnum.

3. Aldrei að treysta opinberum starfsmönnum.

4. Aldrei að treysta fjölmiðlamönnum (þá: blaðamönnum)

 (Maður = karlmaður og/eða kvenmaður).

Kær kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 16.4.2009 kl. 02:23

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Skemmtilegar lífsreglur, sem afi þinn kenndi þér.  Og örugglega mjög þarfar.  Það má samt aldrei setja alla í ákveðnum starfsstéttum undir sama hatt

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.4.2009 kl. 02:43

7 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Það gerði hann og var fastur starfsmaður (ekki hjá ríkinu þó, þótt hann starfaði sem prestur) þar til hann lét af embætti 90 ára gamall.  

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 16.4.2009 kl. 03:04

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Ekkert stopp og allir í ESB!  Þessar reglur sem banna allt sem ekki er sérstaklega leyft eru atvinnuskapandi.  Þær eiga rétt á sér nú á tímum verðbólgu og atvinnuleysis.  Lengi lifi ESB og reglugerðir!

Björn Heiðdal, 16.4.2009 kl. 03:43

9 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Því miður er Íslensk stjórnsýsla uppfull af svona bulli. Ástæðan er sú að á alþing sofa 63 þingmenn sem eiga að taka á svona málum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.4.2009 kl. 06:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband