Þetta hefði ég viljað upplifa

Ég er móðir 6 barna og eru þau öll fædd á fæðingardeild Landsspítalans.  Það sem ég lenti í tveimur áhættufæðingum, hefði ég ekki þorað að eignast barn heima.  Ég skil það vel að heimafæðing hlýtur að vera yndisleg, og nú til dags tiltölulega örugg.  Það er ekki lengra en fyrir 19 árum síðan að ég lenti í svona áhættufæðingu sem endaði með keisaraskurði, á síðustu stundu.  Allt leit vel út alveg fram að fæðingunni sjálfri, þá kom í ljós að barnið var sitjandi og sat með fætur í kross og gekk ekki niður í grindina, og þetta var stórt barn.  Ég var drifin í keisaraskurð, þegar útvíkkunin var komin í 10 sentimetra.  Sem betur fer var þetta eins skiptið sem þurfti að skera mig upp, þar sem batinn var miklu hægari eftir svona skurðaðgerð. 
mbl.is Heimafæðingar jafn öruggar og fæðingar á sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Salvör Kristinsdóttir

tvem áhættufæðingum ? með hvaða börn ? mig haddy huldu jóa kollu?

Jóna Salvör Kristinsdóttir, 16.4.2009 kl. 18:41

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það voru Haddý og Heiða sem þú gleymdir í upptalningunni.    Jóna þó að gleyma systur sinni svona. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.4.2009 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband