Áhugaverð stjórnmálaumræða

Ég horfði á þáttinn í kvöld, þrátt fyrir það að ég væri í vinnunni minni.  Það sem ég heyrði var alveg ágætt og fannst mér minn maður hann Þór Saari bestur.  Lokaorðin hans voru góð. 

Þór Saari, Borgarahreyfingunni

„Við verðum að muna eftir því hvers vegna er verið að kjósa á morgun. Það er verið að kjósa á morgun af því að hér varð algjört efnahagshrun. Stjórnvöld á Íslandi brugðust almenningi algerlega og sveipuðu efnahagsmálin hér í leyndarhjúp, þannig að heimilin lentu á vonarvöl. Við megum ekki gleyma því. Þessi sömu stjórnvöld þau sitja hér í kvöld, allt í kringum mig og bjóða almenningi upp á það að láta kjósa sig aftur á morgun. Við vitum hvað gerðist, hvernig það gerðist og við vitum hverjir bera ábyrgðina. Við megum ekki gleyma því heldur. Það er algjört grundvallaratriði. Ástæðan fyrir því að hlutirnir enduðu eins og þeir enduðu er þó kannski fyrst og fremst sú að við hættum að skipta okkur sjálf af stjórnmálum. Við gleymdum því, við sváfum á verðinum. Við megum ekki gera það. Á morgun þegar við göngum inn í kjörklefann, þá skulum við ekki spyrja okkur þessarar spurningar, aftur og einu sinni, hvað gerðist og hvernig gerðist það. Við vitum hvað það var. Við skulum spyrja okkur þeirrar spurningar, hvað er það sem ég get gert og hvað er það sem mér ber að gera á morgun.“

X-o Þjóðin á þing.  Tími breytinga er núna, ekki skila auðu.  Autt atkvæði er dautt atkvæði. 


mbl.is Lokaorð formanna til kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég vona að þú áttir þig á því af hverju ég er að hlægja Mér finnst óborganlegt að við höfum báðar fallið svo fyrir orðum Þórs að við höfum tekið sömu ákvörðun varðandi þau á nánast sömu mínútunni

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.4.2009 kl. 02:09

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svona er lífið fullt af tilviljunum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.4.2009 kl. 02:11

3 identicon

Fræðist um spillingu Framsóknarflokksins => http://framsoknarskolinn.barnaland.is/

Valsól (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 05:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband