Ég hef brýnt fyrir börnunum mínum að kjósa

Ég er móðir 6 barna, ég hef alltaf brýnt fyrir börnunum mínum að það sé skylda þeirra að nota kosningaréttinn.  Ég hef reynt að útskýra fyrir þeim að kosningarréttur sé ekki sjálfsagður.  Það að búa í lýðveldisþjóðfélagi séu forréttindi.  Það er skylda kosningabærra manna/kvenna að nota atkvæði sitt samkvæmt sannfæringu sinni.  Ég á fjórar dætur sem hafa kosningarrétt og ætla tvær þeirra að kjósa það sama og ég.  X-o fyrir okkur þrjár.  Hinar tvær ætla að kjósa Vinstri Græna.  Ég er stolt af því að hafa haft þau áhrif á dætur mínar að þær ætli allar að kjósa.  X-O Þjóðin á þing er mitt framboð í ár, ég kýs ekki án þess að kynna mér málin fyrst.  Ein ábyrg móðir, sem kýs Jafnrétti, sanngirni og réttlæti.. 
mbl.is Kjörstaðir opnaðir klukkan 9
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Helgin verður söguleg

Hólmdís Hjartardóttir, 25.4.2009 kl. 03:22

2 Smámynd: Sigrún Óskars

satt hjá þér - við verðum að nýta okkur kosningaréttinn. Eigðu góðan dag

Sigrún Óskars, 25.4.2009 kl. 09:42

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur :0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.4.2009 kl. 15:27

4 Smámynd: gaddur

Góðan kosningadag.Ég ætla að nýta mér þann rétt minn að kjósa ekki í þessum kosningum búin að kynna mér mjög vel hvað er boðið uppá en því miður ekkert atkvæði frá mér.Kveðja

gaddur, 25.4.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband