27.4.2009 | 02:14
Upphlaup
Öll þessi umræða um ESB virðist hafa bara einn tilgang. Enginn hefur nefnt "skjaldborgina um heimilin" sem reyndist bara vera tjaldborg. Ekkert raunhæft hefur verið gert í tíð síðustu ríkisstjórnar til þess að hjálpa fólkinu, fólkinu sem er í vandræðum. Núna á fólk bara að hugsa um ESB, allur þessi málatilbúnaður er greinilega að virka. Fólk virðist hafa sætt sig við ástandið, og allar viðbótaskuldirnar sem heimilin hafa þurft að taka á sig. Fyrrverandi stjórnin, hjálpaði bönkunum, afskrifaði þar nokkra milljarða, og veitti tilboðslán á gjafavöxtum. Og núna eiga allir bara að tala um ESB. Halló, hvenær kemur að heimilunum?
Elítan vill í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heilmikið til í þessu hjá þér Jóna. Meðan heimilin brenna pexa flokkarnir um ESB !
Hildur Helga Sigurðardóttir, 27.4.2009 kl. 04:27
Sammála ykkur
Takk fyirir síðast Jóna fór reyndar snemma heim með flensu og ligg enn
Mr;Magoo (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 14:28
Innlitskvitt og kveðjur....:0)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 27.4.2009 kl. 14:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.