28.4.2009 | 23:32
Vonandi er þetta fyrsta og síðasta svona ránið.
Það er óhugnanlegt að fylgjast með fréttum af þessu ofbeldisfulla, ráni hjá öldruðu fólki. Þetta minnir mig frekar á glæp í útlöndum. Svona glæpir verða vonandi ekki algengir hérna, vonandi er þetta í fyrsta og eina skiptið sem svona rán er framið hérna á Íslandi. Sorglegt var að heyra að barnabarn öldruðu hjónanna væri grunað um það að vera vitorðsmaður ræningjanna.
Þetta beinir líka athyglinni að glæpum tengdum fíkniefnaneyslu. Ræningjar eru að verða bíræfnari og ofbeldisfyllri. Hvað ætli það sé langt í það að morð verði framið, við rán? Sem betur fer hafa svona ránmorð verið fátíð hérna. En glæpum fjölgar í kreppu, það er staðreynd.
Ræningjar fyrir dómara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hlýtur að hafa verið hræðileg reynsla fyrir fólkið orðið svona fullorðið.Heimur versnandi fer í þessum málum.Kveðja
gaddur, 28.4.2009 kl. 23:40
Þetta var alls ekki fyrsta svona ránið Jóna. Þetta er kannski fyrsta svona ránið sem fer hátt í fjölmiðlum í nokkurn tíma. Hinsvegar veit ég um tilfelli þar sem einn auminginn sat fyrir öldruðum manni við heimili hans og misþyrmdi honum áður en hann hafði eitthvert smáræði á brott með sér.
Tilhneigingin er að hýða þessa aumingja.
Rúnar Þór Þórarinsson, 29.4.2009 kl. 02:32
Gleymdi að nefna - Löggan var fljót að hafa uppi á þeim gaur.
Go cops!
Rúnar Þór Þórarinsson, 29.4.2009 kl. 02:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.