Nauðsynlegar skattahækkanir

Það er kominn tími á það að þeir sem hærri hafa launin, borgi meiri skatta.  Í góðærinu sem ríkti undanfarin var þessu öfugt farið, þá hækkaðu skattbyrgðar þeirra sem tekjulægri voru.  Ég er líka fylgjandi hækkuðum fjármagnstekjuskatti, hjá þeim sem lifa eingöngu á fjármagnstekjum.  Það er ekki réttlátt að þeir hafi ekki borgað útsvar.  Kannski væri hægt að taka gjald sem samsvaraði útsvari sem sveitafélögin geta notað til þess að þjónusta fjármagnstekju-fólkið.  Mér finnst það óréttlátt að barnið mitt sem á nokkra þúsundkalla í bankanum borgi sama hlutfall af sínum smáaurum og milljarðamaðurinn (kannski fyrrverandi milljarðamaður í dag)  í fjármagnstekjuskatt. 
mbl.is Kynna skattahækkun eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Ha ?

Skil ég þig rétt eða ertu á móti því að sömu lög eigi að gilda um alla þegna landsins ?

Ef að barnið þitt á 10.000 kr  í banka á það þá ekki að borga fjármagnstekjuskatt en ef það á 1.000.000 kr þá á það að borga ?

Birgir Hrafn Sigurðsson, 12.5.2009 kl. 19:39

2 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég hef aldrei fattað þetta með fjármagnstekjuskattinn, börn sumra ganga ókeypis í skóla út af honum.  Mér finnst líka að það eigi að taka upp eignaskatt upp að nýju, en ekki af því húsnæð þar sem fjölskylda viðkomandi býr.  Öllu þessu ýtti Sjálfstæðisflokkurinn út af borðinu á sínum valdaferli. En núna er ég hrædd um að núverandi ríkisstjórn taki upp ýmsa skatta til varnar þeim lægstlaunuðu, en sem ná ekki nógu vel til þeirra hæstlaunuðu, núverandi stjórn ætlar að herja á þá sem hafa millitekjur.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 13.5.2009 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband