16.5.2009 | 02:48
Ekki fannst Ameríkönunum bjórinn ódýr
Tveir Ameríkanar komu á barinn þar sem ég vinn í kvöld, þeim fannst bjórinn dýr. Samt kostar hálfur lítri af Egils bjóð aðeins 650 krónur. Þeir sögðu mér að á þeirra heimaslóðum kostaði svipaður bjór af krana 1 dollara. Ég var nú ekkert að segja þeim að í fyrra hefði bjórinn verið tvöfalt dýrari ef maður miðar við verð í dollurum.
Ísland á útsölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef það er á annað borð hægt að fá kranabjór fyrir $1 í BNA þá hlýtur hann að vera ógeðslegur. Venjulegt verð á kranabjór er $3 - $4.
Axel Þór Kolbeinsson, 16.5.2009 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.