22.5.2009 | 02:03
Bensínhækkanir
Er það hætt að vera fréttnæmt þegar olíufélögin hækka bensínverð? Undanfarinn mánuð eða svo hefur bensínlítrinn hækkað um 20 krónur, ég man ekki eftir fréttum um þessar hækkanir. Svo er gengið á íslensku krónunni á hraðri niðurleið. Hvað ætli þetta kosti okkur sem skuldum verðtryggð lán? Vísitöluhækkanir lánanna okkar eru glæpur, leiðréttinga er þörf. Það eina er sitjandi stjórn hugsar um er innganga í ESB. Það er algjör nauðsyn að koma heimilunum til hjálpar, strax!!!! Ef heimilnunum er bjargað, bjargast fyrirtækin líka.
Athugasemdir
voru ekki einhverjar útgerðir að vinna mál gegn olíufélögunum ? ætli bensínverðið lækki ekki um ca 2krónur "vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði"um svipað leiti og olíufélögin verða búin að borga sektirnar...
zappa (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 17:36
Jú útgerðir unnu mál vegna samráðs á verði, ekki sérstaklega vegna hás verðs!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.5.2009 kl. 03:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.