23.5.2009 | 04:41
Hér var hvatt til skuldsetningar!!!
Ég er 6 barna móðir og hafa dætur mínar 4 sem eru eldri en 18 ára allar fengið kreditkort sent í pósti á 18 ára afmælum þeirra. Kortin hafa verið með heimild uppá 50.000 krónur. Ég hef brýnt fyrir börnunum mínum að henda þessum kortum í ruslið, eða því að klippa kortin og senda síðan til baka. Sem betur fer skuldar engin af stelpunum mínum kreditkortareikninga. Ein af dætrum mínum er með smá yfirdráttarheimild sem er núna að komast á núllið.
Ég skil ekki þessi kreditkortafyrirtæki, ég ætlaði að sækja um kreditkort fyrir u.þ.b 5 árum og átti ég íbúð þá. En ég fékk ekki kreditkort, nema ég fengi uppáskrift annars íbúðareiganda!!! Þetta er náttúrulega bilun, ég neitaði að fá einhverja uppáskrift og sagði takk fyrir mig. Ekki löngu seinna fékk ég kreditkort, alveg án uppáskriftar Ég nota kreditkortið mitt ekki mikið, yfirleitt bara til þess að kaupa ódýrar ferðir til Finnlands.
Obama gegn kortafyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það væri gaman að vita frá hvaða banka unga fólkið fékk sent óumbeðin kreditkort ? Og hvaðan þú fékkst þitt kort án uppáskriftar?
Þetta var náttúrulega gert til að bankinn gæti sýnt fram á aukna veltu. Og gat þar með veðsett erlendis væntanlegan gróða.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.5.2009 kl. 15:20
Þrjár af dætrum mínum voru hjá Glitni og ein hjá Kaupþing banka. Ég sjálf er í fyrrverandi Glitni.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.5.2009 kl. 02:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.