29.5.2009 | 02:00
Ekki hlakka ég til
Ekki hlakka ég til þess að tilkynna viðskiptavinunum á vinnustaðinum mínum um þessar hækkanir á áfenginu. Samdrátturinn í sölunni á barnum þar sem ég vinn er mikill. Núna þurfum við aftur að hækka verðið, við meigum ekki við þessu. Núna munu Íslendingar hætta að versla við bari, heimadrykkja mun aukast og vandræðin sem heimadrykkjunni fylgja. Sem betur fer slæpast örfáir útlendingar ennþá á barinn, það heldur barnum á floti núna. Það eru ekki bjartar horfurnar, í veitingarekstrinum í dag. Vanhæf ríkisstjórn, Búmm, búmm, búmm.
Áfengi hækkar um 6-11% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo kemur að því að túristinn byrjar aftur að kvarta yfir háu verði á áfenginu...
Þeir voru farnir að borga og brosa en hvað nú...
Kveðja
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 29.5.2009 kl. 08:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.