Heilsugæslan og fólkið

Ég hef lesið umræðu hérna á blogginu í vetur sem leið um heilsugæsluna hérna á Íslandi.  Dóttir mín 19 ára fór í heilsugæsluna hérna á Seltjarnarnesi á föstudaginn.  Hún fékk greiningu um þvagfærasýkingu og fékk fúkkalyf til þess að vinna bug á sýkingunni.  Á laugardaginn skrapp hún með systur sinni í sveitina og varð hún bara veikari og veikari, á umræddu fúkkalyfi.  Þær systur komu heim um þrjúleitið í gærdag.  Stelpan virtist vera fárveik og sagði ég henni að fara beint í rúmið.  Hún lagði sig í rúmann klukkutíma og kom svo fram, kaldsveitt og leið greinilega mjög illa.  Ég sagði henni að drífa sig á læknavaktina strax sem hún gerði.  Hún er núna í innlögn á sjúkrahúsi með fúkkalyf í æð.  Mínar spurningar eru þessar.  Hversvegna varð hún veikari og veikari á fúkkalyfinu sem hún fékk á föstudaginn?   Eru fúkkalyf sem fólk fær uppáskrifuð hjá læknum léleg? 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Vonandi getur læknirinn hennar á sjúkrahúsinu svarað því hvers vegna lyfið sem heilsugæslulæknirinn skrifaði upp á fyrir hana virkaði ekki. Vona að dóttur þinni batni fljótt og vel.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.6.2009 kl. 02:59

2 identicon

hefur ekki eitthvað verið ofnæmisvaldandi fyrir hana í fúkkalyfinu sem hún fékk á föstudeginum?vona að henni batni sem fyrst.

zappa (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 03:05

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Stelpan hefur allavega ekki mér vitandi ofnæmi fyrir neinum lyfjum.  Ég hafði heyrt sögur um léleg fúkkalyf á markaðinum hérna á Íslandi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.6.2009 kl. 03:17

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

nei.....málið er það að læknirinn hefur valið breiðvirkt sýklalyf sem virkar á flestar bakteriur sem valda þvagfærasýkingum. Það tekur 2-3 daga að fá svör ef sent er þvag í ræktun....og því þarf oft að skipta um sýklalyf þegar niðurstöður rannsókna eru ljósar.  Veit reyndar ekki hvort sent var sýni í þessu tilfelli. En ekkert eitt lyf virkar á allar bakteríur. Vonandi hressist stelpan.

Hólmdís Hjartardóttir, 1.6.2009 kl. 04:14

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég tek undir það sem Hólmfríður segir hér fyrir ofan.

   En þú skalt endilega spurja lækninn sjálf, skrifaðu niður spurningarnar, og fáðu svör við þeim.  - Því það er svo skrítið að oft fær "unga fólkið" okkar ekki þá þjónustu sem það á að fá, sökum ungs aldurs í útliti -  

 Og tala ég þá af reynslu, eina ráðið til að fá skýr svör er að skrifa niður spurningar, og skrifa eftir læknunum svörin, þá vanda þeir sig, og tala skýrt. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.6.2009 kl. 16:17

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég veit að læknirinn sem lagði hana inn á slysavarðstofunni í gær, undraðist hvaða lyf hún hafði fengið hjá heilsugæslulækninum.  Svo þurfti hún að borga 6000 krónur í morgun, það var eitthvað skoðunargjald.  Í gamla daga þurfti maður ekki að borga neitt ef maður var lagður inn.  Það eru breyttir tímar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.6.2009 kl. 23:56

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ísland; lyfleysuland þriðja mannsins ?

Bendi á þessa nýlegu færslu hjá mér. Kær kv. HHS

Hildur Helga Sigurðardóttir, 2.6.2009 kl. 05:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband