11.6.2009 | 01:51
Það er skylda stjórnvalda að gera allt sem í þeirra valdi stendur
Til þess að fara eftir ráðleggingum Evu Joly. Ég held að hver króna sem lögð er í þessa rannsókn skili sér margfalt til baka. Svo á náttúrulega að reka Valtý ekki seinna en strax, hann er vanhæfur. Ég treysti Evu Joly betur en íslenskum stjórnvöldum í dag. Ef einhver getur fundið fjársjóðina sem faldir hafa verið á eyjum og skjólum, er það Eva Joly.
Skoða þörf á auknum útgjöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
auðvitað er það skylda stjórnvalda,en einhvernveginn finnst mér að stjórnvöld hafi ekki mikinn áhuga á að allt komi í ljós í sambandi við bankahrunið,kannski einhverjir séu enn á launum hjá útrásarmönnum eða einhverjir styrkir enn í gangi-þetta en bara mitt samsærisplott,enda orðinn parinojaður útaf gangi mála hér...
zappa (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 01:59
Jón Ásgeir er í skilanefnd fyrirtækja í Englandi á launum hjá íslenskum stjórnvöldum!! Er það nokkur furða að það eigi að þagga þetta stærsta svikamál Evrópu frá stríðslokum seinni heimstyrjaldarinnar? Allt verður að koma uppá borðið, það er eins og einhverjir hafi hreðjatak á núverandi stjórn alveg eins og nokkrum fyrrverandi stjórnum..
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.6.2009 kl. 02:02
mér finnst fáránlegt að ríkisstjórn sem ætlar að fara í milljarða kostnað við evrópusambands umsókn ætli að skoða þörf á auknum útgjöldum..........af hverju tekur ríkisstjórnin ekki bara kúlulán..? og ert ekki að grínast með jón ásgeir...
zappa (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 02:16
Ég er þér hjartanlega sammála. Það er löngu kominn tími til að taka almennilega til hér á landi.
Það sem ég óttast mest er að spillingin, svo rótgróin sem hún er, verði seint eða aldrei upprætt.
Bið að heilsa liðinu.
Þráinn Jökull Elísson, 11.6.2009 kl. 02:20
http://jonsullenberger.blog.is/blog/jonsullenberger/entry/892507/ zappa lestu þetta, ég las þetta annarsstaðar líka nýlega. Ég man ekki hvar, í augnablikinu.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.6.2009 kl. 02:25
Ég treysti Evu Joly betur en íslenskum stjórnvöldum í dag.
Hver treystir þeim sem þáðu styrki frá glæpa genginu sem rústaði sjálfsáliti Íslensku þjóðarinnar?
Hvað borgar Samfo Bónus mikið í leigu fyrir höllina á Hallveigarstíg 1?
Hver gerir út á fátækt?
Ég vil útrýma fátækt. Hækka lægstu laun upp í 250.000.
Júlíus Björnsson, 11.6.2009 kl. 03:15
Ég sá fræðsluþátt um Evu Joly í Sjónvarpinu um daginn. Ég féll algerlega fyrir þessari persónu. Aðallega mannskilningnum sem orð hennar spegluðu og lítillætinu sem hún sýndi þegar hún fjallar um stöðu sína og verk. Hún er þó kona sem veit fullkomlega hvað hún vill og hvers hún er megnug.
Ég vildi svo sannarlega geta lært af þessari konu þó það væri bara í sambandi við mannlífið! En íslenska embættismannakerfið er svo rotið að það telur sig yfir ráðleggingar hennar, sem sérfræðings, hafið og hundsar þannig álit fremsta rannsóknadómara í Evrópu og þó víðar væri leitað!Rakel Sigurgeirsdóttir, 11.6.2009 kl. 04:02
Ég fer fram á það að stjórnvöld fái Evu Joly til starfa fyrir okkur. Ég tel hverri krónu þar vel varið. Þetta er réttlætismál fyrir okkur Íslendinga að fá sannleikann upp á borðið og réttlætinu verði fullnægt. Þeir fái refsingu sem eiga það skilið.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 11.6.2009 kl. 04:16
Það er ljóst að Ríkisstjórnin styður allar þær kröfur sem Eva Joly hefur sett fram, og mun leita leiða til að ganga að þeim. Þetta kom fram í fréttum áðan.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.6.2009 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.