Fáfræði

Þessum þýska sparifjáreiganda (kannski fyrrverandi sparifjáreiganda) er haldið í fáfræði.  Enginn vill svara því hvort hann fái sparifé sitt borgað út.  Okkur Íslendingum er líka haldið í fáfræði, við meigum ekki vita neitt.  Stjórnvöld eru í leynimakki, vegna IceSave og vegna ESB.  Ég hef verið að velta vöngum yfir því hversvegna innköllun á veiðiheimildum er svona áríðandi núna, á kannski að nota þessar innkölluðu veiðiheimildir sem skiptimynt í aðildarviðræðum vegna ESB.  Þrátt fyrir það að þingið hafi ekki séð nein gögn vegna ESB og IceSlave.  Er ekki einhvert risastórt samsæri í gangi, að koma okkur inn í ESB sama hvað við segjum við því?  Að við verðum að ganga inn í ESB, af algjörri nauðsyn.  Hvað finnst ykkur um þetta? 
mbl.is Vill svör um spariféð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus

Halló Jóna,

er sammála þér um að íslenskur almenningur sé illa upplýstur. Það sama gildir um þennan þýska sparifjáreiganda. Þetta er allt mjög sorglegt, sérstaklega það að nú fá menn lítið að vita um þennan Icesave samning, sem er mjög örlagaríkur fyrir þjóðina. En eitt skil ég ekki; Hvað hefurðu svona mikið á móti ESB? Hér einu sinni var Rússagrýlan allsráðandi á Íslandi, nú einhver óþörf ESB grýla. Ég bý í ESB landi og get ekki séð að ESB sé á einn eða annan hátt eitthvað slæmt. Málið snýst um evrópska SAMVINNU á sviði viðskipta-, varnar- og menningarmála o.s.frv., en ekki einhvert arðrán.

Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus, 16.6.2009 kl. 07:23

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það eru margir á Íslandi sem setja punkt við eftir orðið samvinna. Kostnaður er líka spurning? Sameiginlegir hagsmunir? Fyrrverandi ey-nýlenda útflytjandi einhæfra hráefna.

Meginlands Ríkjasamband með sameiginlegt seðlabankakerfi og útflytjandi  fullvinnslu með Nefnd sem tryggir ágætum þegnum sínum ódýrustu hráefni og orku sem völ er á hverjum tíma.´

Margir Íslending vilja ekki fórna fullveldi sínu gagnvart hinum 91% alþjóðsamfélagsins.  Viljum ekki gera upp á milli ríkja alþjóðasamfélagsins.

Erum á móti miðstýringu frá Brussel. Vilju lifa í persónulgra samfélagi eins og fámennið bíður uppá.

Júlíus Björnsson, 16.6.2009 kl. 12:16

3 Smámynd: Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus

Halló Júlíus,

þessir mörgu á Íslandi, sem halda að þeir séu að fórna fullveldi sínu ef Ísland gengur í ESB, þeir eru hræddir að óþörfu. Ég sé ekki að Þýskaland, þar sem ég hef búið sl. 22 ár, hafi á einhvern hátt fórnað fullveldi sínu með þátttöku í ESB. Hér er enn þýsk menning við lýði, hin Evrópulöndin skipta menningarlega séð litlu máli, nema í samevrópskum kvikmyndaverkefnum og viðskiptaverkefnum eins og t.d. Airbus, og evrópsku geimferðastofnuninni og hér ræður Angela Merkel, en ekki José Manuel Barroso. ESB skiptir mjög litlu máli í daglegu lífi, miðstýringin frá Bruessel sést helst í matvælaiðnaðinum, tómatar koma t.d. frá Hollandi og Spáni, bjór frá Þýskalandi, alifuglakjöt frá Póllandi. Reynt er að ýta undir styrk hvers lands hvað matvælaframleiðslu varðar og öll Evrópa er einn markaður. Ef pappírstígrarnir í Bruessel ákveða einhverja vitleysu, eins og að gúrkur megi ekki vera bognar, þá er því mótmælt og vitleysan leiðrétt.

Ég skil ekki þessa ESB-hræðslu. Af hverju voru menn ekki svona hræddir við Norræna samvinnu á sínum tíma. Þetta er sambærilegt samstarf.

Margrét Rún Guðmundsdóttir Kraus, 16.6.2009 kl. 16:09

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Einmitt Frau Kraus. Nú koma kreppu tímar og þá fáum við að sjá hvernig gengur hjá ES. Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur.  Það er ekki sama hver mótmælir. Fjarlægðin frá Íslandi gerir það að verkum að best er fyrir okkur að gera sem mest sjálf. Seðlabankakerfi Evrópu er ágætt fyrir ES. Íslendingar þurfa að reyna fá meira fyrir hráefni sín til framtíðar en ES markmiðin geta sætt sig við. Miðstýringar skattarnir eru líka of dýr yfirbyggingarkostnaður fyrir fámennisþjóðfélag eins og Ísland með allar sínar menningarkröfur og fjarlægð.

Að mínu mati eru Frakkar að koma best úr þessu til langframa það er spurning með þýsku þjóðirnar. Hagræðingar og skuldsetninga ævintýrið í S-ES er búið. A-ævintýrið kostar sitt. Ef ES verður til eftir 7 ár þá fyrst skyldi Ísland athuga þá afarkosti.

ES á samvinnu við fullt af ríkjum alþjóðsamfélagsins án þess að gera kröfu til þess að þau verði hluti af fjármálakerfi ES.

Þjóðmenningu er hampað í ES enda eru gömlu landamæri þjóðríkjanna höfð til viðmiðunar Seðlabankaumdæmunum. 

Þjóðernis hollustan, menningararfur meginlands Evrópu sem er grunnur ES hollustunnar er hlutur sem Íslenska snobb lið, ES-sinnanna skortir.

Samþætting var hugmynd Frakka eftir stríð til að byrja með. Til að fyrirbyggja hörmungar á reglubundnum krepputímum. Nú er ein sú mesta í uppsiglingu í Evrópu og nú er að sjá hvernig til tekst þegar á reynir.

Samstarf við Norðurlönd á sínum tíma var örugglega til þess  að gefa stjórnmálalífinu Íslenska breiðara hlutverk. Útilokaði ekki sjálfstæða  viðskipta samninga við 90% alþjóðasamfélagsins.

Sameinuð sé Evrópa í fjölbreytni.

Ísland sé sjálfstæð brú á milli sameinaðra þjóðasambanda og þjóða heimsins. Hlutleysi getur borgað sig vel. ES er 9% af alþjóðasamfélaginu.

Júlíus Björnsson, 16.6.2009 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband