Kona sem á peninga

Ekki er ég í flokki með þessari konu frá Suður-Kóreu.  Ég á enga milljarða, ég á fullt af börnum og skuldir.  Við erum báðar á svipuðum aldri, hún rík og barnlaus ég blönk með ómegð.   En við erum báðar einhleypar.  Ég hef stundum verið að hugsa um það að finna mér annann mann, en ég hef ekki tíma til þess í dag.  Ég reyni að hugsa vel um börnin mín, og vinnuna mína líka.  Þar fyrir utan geri ég fátt, nema að mæta á mótmælafundi. 
mbl.is Vinsæl milljarðamær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Þú ert ríkari en þessi kona. Hún á ekki neitt sem er einvhers virði í raun og veru.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 21.6.2009 kl. 02:33

2 Smámynd: Egill

Á hún ekki neitt sem er í raun og veru neins virði?

Það er aldeilis, vini, ættingja, vinnu sem hún elskar, gæti þetta ekki verið einhvers virði?

Eða ertu að segja að konur sem eiga ekki eiginmann og börn eiga ekkert sem er neins virði.

Nútímaleg sýn á konur finnst mér, eða hitt þó heldur, eignastu börn, þangað til ertu einskyns virði.

Konur eru konum verstar.   úff hvað þetta er satt, sérstaklega þegar þið "ælið" yfir aðrar konur til að hugga hvora aðra.

vona að þið hafið það gott annars og eigið æðislegt líf  :)

Egill, 21.6.2009 kl. 02:37

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hef oft fengið athugasemdir frá fólki, hversu rík ég sé.  Ég hef yfirleitt svarað nei ég er skít blönk.   Ég er þakklát fyrir það að eiga 6 börn og 4 barnabörn, og litla peninga.  Peningar skipta mig ekki miklu máli, á meðan ég á fyrir mat og húsnæðiskostnaði.  En mér finnst gaman að röfla. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.6.2009 kl. 02:39

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Egill takk fyrir að láta ljós þitt skína. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.6.2009 kl. 02:41

5 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Hver segir að hún elski sína vinnu? Eða eigi ættingja eða vini? Það kemur ekki fram í fréttinni. Allflestar konur þrá að eignast börn. Sumar geta það ekki. Því heldur þú að þær reyni alla möguleika og nútímavísindi til að eignast börn? Eiginmaður þarf ekkert að fylgja með. Það sem ég átti við  er að veraldlegar eigur eru einskis virði. Það eru ekki vasar á líkklæðunum.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 21.6.2009 kl. 03:09

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Mér finnst þú flott kona Jóna Kolbrún!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.6.2009 kl. 03:22

7 Smámynd: Sigrún Óskars

Þessi frétt á mbl er auðvítað bara grín - konan er "talin" eiga svo og svo mikla peninga - átta menn komnir í úrslit og svo er mynd af súkkulaði..........

ef hún er til þessi kona þá vildi ég ekki vera í hennar sporum - en ef þú Jóna mín kemst í þessa aðstöðu að senda inn auglýsingu og þurfa að velja eins og hún, þá get ég verið í dómnefndinni - 

Sigrún Óskars, 21.6.2009 kl. 10:25

8 identicon

hvað skildu mennirnir sem komnir eru í "úrslit" gera ef hlutabréfin hennar hrynja...?

zappa (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 12:31

9 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Mér heyrist nú á öllu að þú sért ekki einhleyp, heldur sjálfstæð og hokin af andlegum auð.  Það er nú ekki slæmt.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 21.6.2009 kl. 13:46

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jóna, þú ert með hjartað á réttum stað.

Annars vekur þessi frétt enga furðu hjá mér. Við sjáum það í kring um okkur hvernig peningar skipta máli í samskiptum fólks. Við sjáum það í erfðamálum samskiptum fjölskyldna, kynlífi, félagsskap og  í makavali.  Áður fyrr fengu ungir guðfræðingar gott brauð með því að kvænast eldri prestekkjum.  Er hægt að flokka það undir hórarí?

Við sjáum það sama víða í dýraríkinu  ljónynjurnar fara glaðar að veiða fyrir nýtt ljón sem er nýbúið að drepa gamla karlinn. Því sterkari sem karlinn er því líklegri er hann til að verja bestu veiðilendurnar. Þetta er nauðsynlegt í náttúrunni en við nútímamenn erum margir uppteknir við að uppfylla gerviþarfir.  Hvað svo sem verður hér á Íslandi.

Sigurður Þórðarson, 21.6.2009 kl. 13:50

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Græðgin er ein af höfuðsyndunum.  Ég vona að ég verði aldrei gráðug. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.6.2009 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband