Aumingja maðurinn

Það er ekki hver sem er sem hefur svona glæsibifreið undir höndum.  Ætli þetta hafi verið útrásarbarón eða sonur útrásarbaróns?  Ökumaðurinn hlýtur að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, það er allavega mín skoðun.  Nema að einhver hafi misst vitið og ákveðið að hefna sín.  Svona er Ísland í dag. 


mbl.is Ók á hurðir slökkviliðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bara Steini

Það geta allir eignast svona bíl....Bara skrifa undir þrælahalds blað frá bankanum og púúúúfff hann birtist bara i heimreiðinni og er þar þartil bankanum sem var svo góður við þig dettur i hug að taka hann aftur........

Bara Steini, 22.6.2009 kl. 01:02

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég man þegar ég fékk "ásvísun" frá bankanum mínum í fyrra, þar var mér lofað láni frá ákveðnu fjármögnunarfyrirtæki uppá 5 milljónir.  Ég tók ákvörðun, ég þáði ekki þetta tilboð.  Ég er í dag stoltur eigandi DAihatsu Sirion "2000 sem ég hef átt skuldlausan í 7 ár.  Ekki datt mér í hug að taka "bílalán"  bara til þess að taka bílalán. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.6.2009 kl. 01:10

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

"ávísun" átti að standa í síðustu athugasemd. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.6.2009 kl. 01:24

4 Smámynd: Eygló

Góðan daginn! Hvað hefur verið að aumingjans manninum?

Eygló, 22.6.2009 kl. 01:37

5 Smámynd: Bara Steini

Mér fannst einmitt rosalegt þegar fermingarbörn fengu "gjöf" frá einum bankanum. I-pod ef þau tækju við debet korti með 50 þús heimild....

Æðislegt að gefa þrældóm í fínum pakkningum...

Bara Steini, 22.6.2009 kl. 01:42

6 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þetta er ekki dýr bíll lengur væna. Kominn til ára sinna. Getur fengið svona jeppa á undir milljón.

Páll Geir Bjarnason, 22.6.2009 kl. 01:45

7 Smámynd: Eygló

...getur fengið svona bíl plús milligjöf... sem er auðvitað hræðilegt fyrir seljandann!

Eygló, 22.6.2009 kl. 01:59

8 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hvernig nennir fólk að standa í svona bílatali ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.6.2009 kl. 02:05

9 Smámynd: Þuríður Kristín Halldórsdóttir

Alvarlegt þjóðfélagsástand ef þegnarnir fara að eyðileggja eignir ríkisstofnana og þjónustu-fyrirtækja.  

Slíkt kemur einungis niður á öðrum í þjóðfélaginu því eignir ríkisins eru eignir þegnanna.

Stöðva þarf þessa öfugþróun strax með viðeigandi lagaúrræðum. 

Þuríður Kristín Halldórsdóttir

Þuríður Kristín Halldórsdóttir, 22.6.2009 kl. 02:29

10 identicon

þuríður, það er hæpið að hægt sé að stöðva svona örvæntingu með lagaúrræðum...

zappa (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 02:55

11 Smámynd: Hallur hinn tímalausi

Nákvæmlega... Við getum hert öll okar lög og skotið fólk við fyrsta brot... fólk brýtur samt af sér.

Hallur hinn tímalausi, 22.6.2009 kl. 08:46

12 identicon

Hann talaði eitthvað um gras á visir.is.... hugsanlega er þetta maður sem fær ekki grasið sitt vegna aðgerða lögreglu.... mér skilst að gras sé orðið eitt dýrasta eiturlyf á landinu... þannig að margur maðurinn er farin yfir í ódýrari neyslu á amfetamíni og brennivíni. hahah

DoctorE (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 15:47

13 Smámynd: Bara Steini

Ég held að DoktorE hafi hitt naglann beint á hausinn....

Bara Steini, 22.6.2009 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband