Eini bílaþátturinn sem ég horfi á

Top Gear er eini bílaþátturinn sem ég horfi reglulega á.  The Stig má vera hver sem er fyrir mér, ég hugsa að þetta hafi bara verið auglýsingarbrella hjá strákunum í þættinum.  Mér fundust þættirnir þar sem Ísland kom við sögu alveg frábærir,  þeir voru að leika sér á torfærubílunum íslensku, svo ferðin þeirra á norður-pólinn.  Þar voru breyttir jeppar að hætti Íslendinga í ferðinni.  Svo voru margir minnsistæðir þættir þar sem til dæmis Austin-mini fór niður skíðastökkpallinn í Holmekollen. 
mbl.is The Stig afhjúpaður - kannski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Það voru ekki bara breyttir jeppar að hætti Íslendinga sem þeir notuðu, það voru jeppar breyttir af Íslendingum og það voru Íslendingar sem voru með í ferðinni sem drösluðu þeim á leiðarenda (sem var að vísu segulnorðurpóllinn en ekki norðurpóllin sjálfur). Þessir þættir eru hin besta skemmtun alveg óháð því hvort fólk hefur gaman af bílum eða ekki (þó það sé ekki verra). Þetta er breskur húmor og fíflaskapur af bestu gerð. Og fyrir bílaáhugafólk er bara að muna að taka mátulega alvarlega það sem þeir segja um bíla.

Spurningin um hver "The Stig" er vinsælt umræðuefni meðal aðdáenda þáttarins, sá sem oftast er nefndur til sögunar er breski kappakstursmaðurinn Ben Collins en hann hefur komið nokkrum sinnum fram í þáttunum undir eigin nafni. En það hafa einnig margir aðrir ökumenn verið bendlaðir við þetta hlutverk og það er ekki ólíklegt að fleiri en einn ökumaður hafi gengið í þetta hlutverk.

Einar Steinsson, 23.6.2009 kl. 06:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband