Um leið og ég sá þessa frétt í gær

Fór ég út á bensínstöð, og var ég svo heppin að Orkan var ekki búin að hækka bensínverðið hjá sér.  Ég fyllti bílinn minn af "ódýru" bensíni, líterinn kostaði "aðeins" 172 krónur og einhverja aura.  Þetta bensínverð er orðið algjört rugl, bráðum hefur fólk ekki efni á því að hreyfa bílana sína.  Ég hef tekið eftir því hvað umferð um Laugaveginn hefur minnkað.  Ég vinn við Laugarveginn 5 kvöld í viku, fyrir hrunið síðastliðið haust var yfirleitt bíll við bíl á rúntinum.  Núna kemur það fyrir að rúnturinn er dauður, það sést varla bíll á ferli.  Hvað ætli ríkissjóður græði á þessari nýjustu hækkun á bensínsköttunum?  Þegar fólk hefur ekki efni á því að hreyfa bílana, nema til þess að sinna allra nauðsynlegustu erindum.  Ég hef ekki keypt síkarettur á nýja verðinu, með nýja skattinum.  Ég ætla að hætta að reykja annað kvöld.  Ég læt ekki skattpína mig að óþörfu. 
mbl.is Bensín hækkar um 12,50 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég hef verið að trappa mig niður í reykingum, síðustu viku hef ég farið niður í fjórar. Reyki hálfa í einu. Nágranni minn og frændi notar sömu aðferð.

Bestu kveðjur og bið að heilsa mömmu þinni og öllu genginu.

Þráinn Jökull Elísson, 23.6.2009 kl. 05:53

2 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Ég þurfti að flytja austur á Eskifjörð yfir sumarið svo ég gæti unnið og þurfti því að taka bílinn minn í notkun á ný en ég hætti að nota hann í ágúst í fyrra vegna þess ég átti ekki efn á að reka hann lengur. Nú hinsvegar þarf ég að nota bílinn til að komast leiða minna og bráðlega keyra til Reykjavíkur svo ég geti hitt fjölskylduna eða til Akureyrar til að hitta vinahópinn. Fyrsta ferðin austur kostaði mig um 5þús kr í bensín minnir mig (allavega miðað við hver staðan á bensíntánknum var við komu) og síðast, eftir fyrstu hækkun, um 5.500 - 6.000 kr. Hvað þarf ég að borga núna? 7-8þús? Sýnist að ég hefði alveg getað hangið heima á atvinnuleysisbótum og sleppt að ferðast svona mikið fyrst ég er líklegast ekki að ná að spara neitt fyrir komandi skólaár.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 23.6.2009 kl. 06:30

3 Smámynd: Vilhj. B

Enn ódýrast á norðurlöndunum

Bensín á Íslandi er enn það ódýrasta á norðurlöndunum sé miðað við núverandi rugl-gengi. Hér í Svíþjóð kostar bensínið um 192 kr. í ódýrustu sjálfsölum. Í janúar síðastliðnum þegar heimsmarkaðsverðið lækkaði þá einfaldlega hækkaði sænska stjórnin kolefnisskattinn á bensín því þeirra stefna er að hafa bensínið svo dýrt að sem fæstir geti keypt það.

En hitt er svo annað mál að launin á Íslandi hafa ekki hækkað með fallandi gengi þannig að skv. þeim mælikvarða er bensínið LANG dýrast á Íslandi.

Vilhj. B, 23.6.2009 kl. 07:35

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þetta er klassískt dæmi um það að auknar skattálögur leiði til lægri skatttekna.

Axel Þór Kolbeinsson, 23.6.2009 kl. 08:54

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Góða við Ísland er að ef neysluverð hækkar þá hækka verðbætur á fasteignlánum og yfirleitt túlkast það að Bankarnir eignist meira. Lánshæfið vex ef förum í megrun og hreyfum okkur meira. Reykingar eru líka taldar óhollusta.

Júlíus Björnsson, 23.6.2009 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband