24.6.2009 | 01:59
Hvernig væri að fá óháða álitsgerð?
Til dæmis hjá útlenskum lögfræðingum, sem eru sérhæfðir í svona samningum? Ætli þeir kæmust að sömu niðurstöðu og hann Jakob R. Möller? Svona fyrirfram pantaðar álitsgerðir af stjórninni hljóta að bera keim af þeim sem borgaði fyrir álitsgerðina? Maður spyr sig.
Hagstæð ákvæði Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég veit ekki hversvegna mér datt þetta lag í hug, en ég held að það eigi vel við í dag. -> http://www.youtube.com/watch?v=F7yYh0VxyNs Þetta finnst mér alltaf vera skemmtilegt lag, og svo hagstætt.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.6.2009 kl. 02:06
Svona er Ísland í dag
Sævar Einarsson, 24.6.2009 kl. 02:41
Allir færustu lögmenn landsins í Evrópu- og þjóðarrétti hafa tjáð sig einum rómi og fordæma þessi vinnubrögð. Þeir gerðu það í sjálfboðavinnu en þetta er keypt. Ég nefni dæmi: Dr. Elvíra, próf Stefán Már, Lárus Blöndal, Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, Magnús Thooddsen fyrv hæstaréttardómari Jón Steinar og fl. t.d. lögfr Indefence.
Gegn öllu þessu stendur ein keypt álitsgerð. Sveiattann!
Sigurður Þórðarson, 24.6.2009 kl. 07:30
Fyrirgefðu Jóna ég veit að þau eru óteljandi lögfræðiálitin ætlaði samt ekki að gleyma Sigurði Líndal.
Ríkisstjórnin er algjörlega rökþrota og kaupir Jakob Möller til að hæla þessu í stað þess að skammast sín.
Sigurður Þórðarson, 24.6.2009 kl. 07:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.