Allt uppá borðið

Er það svona sem Steingrímur vinnur?  Við hinn óupplýsti almenningur höfum ekki skilning, hvers vegna?  Vegna þess að upplýsingum er haldið frá okkur.  Hverjir eru þessir nærtækari hlutir sem eru hættulegri en IceSave?  Hvernig væri að leyfa okkur að vita um hvað málið snýst?  Hvernig væri að setja öll málin upp á borð, og leyfa okkur svo að taka ákvarðanir byggðar á staðreyndum.  Leyndin og laumuspilið á eftir að knésetja okkur, yfirhylmingin vegna hinna raunverulegu landráðamanna.  Manna sem fengu óáreytt að "veðsetja þjóðina, vegna einkabanka"  Spillingin er ennþá í fullum gangi. 
mbl.is Icesave-skuldbindingarnar ekki hættulegastar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hverjir hafa haft sameiginlega samvisku gagnvart IceSave skuldbindingum og hverjir hafa verið að reyna að koma Íslandi inn í  "kúgunarríkið "ESB. 

Upplýsist hér með. Svar: SAMFYLKINGIN.

Þess vegna telur Steingrímur að óvinir Íslands (Samfylkingarfólk) séu nær okkur en "óvinir" okkar í Bretlandi og Hollandi.

Eggert Guðmundsson, 29.6.2009 kl. 21:36

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki hef ég trú á útskýringu þinni Eggert.  Ég held að það sé kerfisbundið logið að okkur, okkur er haldið fáfróðum.  Svo eru stjórnmálamennirnir, að senda tvíræð skilaboð og hræðsluáróður. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.6.2009 kl. 23:37

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þú getur spurt þær persónur sem eru á Alþingi fyrir Borgarahreyfinguna.

Athugaðu hvaða svar þeir gefa.

Eggert Guðmundsson, 30.6.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband