8.7.2009 | 02:02
Nei Vilhjálmur
Hér mun ekki verða borgarastyrjöld, ekki frekar en að fólk nenni ekki að mæta á mótmæli sem snúast gegn IceSlave. Tugþúsundir manna og kvenna hafa skráð sig í hóp á Fésbókinni, á móti IceSlave. 10 mæta á mótmælafund á Austurvelli. Fólk er hætt að nenna að gera neitt í málunum. Flestir sitja bara við tölvuna og eru reiðir, blogga, skrifa færslur á fésbókina og enda með því að sætta sig bara við allt sem rétt er að þeim. Hvort sem það eru skuldir útrásarvíkinganna, eða gjaldið sem greiða þarf til þess að troða okkur inn í ESB hvort sem við viljum það eða ekki.
Varar við borgarastyrjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Trúlega alveg hárrétt hjá þér.
ES
Eyjólfur Sturlaugsson, 8.7.2009 kl. 08:49
Nákvæmlega svona eru íslendingar og það vita bjöggarnir.
Villi Asgeirsson, 9.7.2009 kl. 03:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.