Ég hef mestann áhuga á iðgjaldasvindlinu

Það var í fréttunum um daginn að tjón hefðu minnkað, en samt hefðu iðgjöldin hækkað.  Þessi hækkun var talin óeðlileg.  Ég er með allar mínar tryggingar hjá þessu tryggingarfélagi, og hafa tryggingarnar hækkað mikið undanfarin ár.  Sérstaklega bifreiðatryggingarnar, þar virðast bótakröfur vera minnkandi, en iðgjöldin hækka mikið á hverju ári.  Það er síðasta sort að tryggingarfélög séu farin að stunda fjárhættuspil með bótasjóðina.  Vonandi fáum við að sjá lækkun tryggingariðgjaldanna á þessu ári, að áhættufjárfestingar tryggingarfélaganna séu liðnar undir lok. 
mbl.is Húsleit á níu stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta skýrir óeðlilega dýr iðgjöld hér á landi. Kannski þetta sé talið þjófnaður á neytendum. 

Júlíus Björnsson, 8.7.2009 kl. 03:08

2 identicon

ef þetta er þjófnaður frá neytendum er það gert með samþykki ríkisins og verður þar af leiðandi þaggað í hel og iðgjöldin hækkuð enn frekar til að "bæta" skaðann...

zappa (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 13:19

3 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Ég hélt að það væri ólöglegt að gambla með bótasjóði tryggingafélaganna.  Hvenær á eiginlega að koma lögum yfir þetta glæpahyski, sem hefur vaðið hér uppi undanfarin ár?

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 8.7.2009 kl. 22:44

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þessi lög er öll til og skilningur eftir vægi refsinga fer eftir tíðarandi. Vít eru öðrum til varnaðar og fyrirbyggja endurtekningu.    

Júlíus Björnsson, 8.7.2009 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband