Hraðar hendur

Það er aldeilis hversu hraðar hendur stjórnin hefur í þessu máli, umsókn inn í ESB tilbúin á nokkrum klukkutímum.  Ennþá bíða mörg hundruð fjölskyldur eftir smá von.  Stjórnin hefur ekki verið að standa sig, að mínu mati.  Skjaldborg var lofað um heimili landsins, það var lygi.  Skjaldborg stjórnarinnar var um fjármagnseigendurna, bankana og spillingarliðið.  Ekki einn einasti fjárglæframaður hefur verið handtekinn, ekki ein einasta eign verið kyrrsett. 
mbl.is Búið að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Til þess að geta farið í aðgerðir hér innan lands, tel ég að fyrsta hafi þurft að marka stefnu fyrir landið og þjóðina.  Nú liggur hún fyrir og endurreisn bankanna er að komast loka stig. Þá fyrst er með raunhæfu móti hægt að gera áætlanir fyrir heimili og fyrirtæki. Auðvitað er erfitt að bíða eftir slíku og það skilja allir sem að þessu koma.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.7.2009 kl. 02:36

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hólmfríður þú getur jarmað annarsstaðar en á mínu bloggi, mér finnst ógeðfelldur málflutningur þinn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.7.2009 kl. 02:39

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mig langar til að hvísla því að þér að ég held að umsóknin hafi verið búin að vera til lengi Ég sá í athugasemd áðan að einhver benti á að Jóhann hlyti að hafa mismælt sig þegar hún lofaði að skjaldborg yrði slegin utan um heimilin. Hún hlyti að hafa meint „valdborg“. Það er mikið til í því.

Skjaldborgin var hins vegar slegin utan um h..., b... glæpahundana eins og þú segir þó þú notir snyrtilegri orð en ég. Skjaldborgin sem þeim hefur verið tryggð er svo rammgerð að þeir halda áfram að lifa sama lífi og þeir gerðu fyrir ári síðan. Koma reyndar ábyggilega sjaldnar til Íslands og sjást ekkert í fjölmiðlum en það væsir ekki um þá í makindum þeirra!

(Fyrirgefðu en ég missti mig aðeins

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.7.2009 kl. 02:43

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hvaða meðferð ert þú að tala um Dóra litla. Er það að koma okkur á lappirnar aftur og leita allra leiða til að finna bestu leiðir til framtíðar. Er það að fara í að rannsaka aðdraganda hrunsins og komast að orsökunum. Það er ekki hrist fram úr erminni á nokkrum dögum að reisa við heilt þjóðfélag. Hvað varðar svokallaða fjárglæfra menn, þá hafa þeir her lögfræðinga á bak við sig og því er afar brýnt að fara mjög strangt eftir öllum lögum við rannsókn mála, svo þeir geti ekki ónýtt slíka vinnu með vísan í formgalla. Slíkt tefur mjög mikið og kostar óhemju vinnu og peninga. Það eru mörg mál komin í farveg og það er vel. Við erum lýðræðis þjóðfélag með langa og ríka lagahefð. Við verðum því að vinna samkvæmt því og það tekur tíma en skilar líka goðum árangri með réttu fólki við stjórnvölin. Eva Joly er við stýrið í rannsóknarvinnunni og það er vel

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.7.2009 kl. 02:47

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Rakel ég skil þig vel, þegar ég sá svipinn á Jóhönnu í viðtalinu í gær. Hugsaði ég hún getur varla hamið gleði sína, manneskjan var næstum því hlæjandi.  Ég fékk algjört ógeð. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.7.2009 kl. 02:48

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Jóna, finnst þér hann ógeðfelldur af því að sleggjudómana vantar og ég er ekki tilbúin til að taka undir þína skoðanir að öllu leiti. Ég er ekki vön að vara með dónaskap í mínu færslum og tel að fleiri ættu að gera slíkt hið sama. Með kveðju og góðum óskum

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.7.2009 kl. 02:52

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú fyrirgefur Dóra litla en er þetta nauðgunartal eitthvað sem á við núna. Þegar verið er að byggja upp nýtt og réttlátara samfélag og við erum sem fullvalda ríki að ganga til liðs við önnur fullvalda ríki í ESB sem mun veita okkur margskonar munað eins og lánsfé á góðum kjörum, gjaldmiðil sem er traustur, lægra matarverð og margt annað. Ég vona bara að ykkur renni reiðin fljótlega. það er óhollt til lengdar að rækta reiðina.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.7.2009 kl. 03:17

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hólmfríður taktu þinn ESB áróður annað,  það er ekki nóg að allir fjölmiðlar Íslands séu fylgjandi ESB ( eigendur allra fjölmiðla)  Mín reiði mun sjatna þegar við erum laus við ESB og allt sem því fylgir.  Þetta nýja Sovét félag Evrópu er glæpamanna samfélag, þar sem skriffinnum er hampað. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.7.2009 kl. 03:29

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Úr almennum hegningarlögum:

X. kafli. Landráð.
86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt. !!!

Hvað er þessi ESB aðildarsamningur annað en stjórnarskrárbrot?  

Stjórnin saltaði stjórnlagaþingið sem er nauðsynlegt, til svona landráðasamninga. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.7.2009 kl. 03:35

10 Smámynd: Hannes

Það verður gaman að sjá hvað þessi stjórn mun kosta allmenning mikið þegar þetta tímabil verður gert upp.

Hannes, 18.7.2009 kl. 03:49

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Allar erlendu lántökurnar, á öllum nýju myntkörfulánunum standast ekki.  Bara IceSave kostar hvern Íslending að mig minnir rúmar 3 milljónir, svo ætla stjórnvöld að taka allskonar öðruvísi lán frá Norðurlöndunum og Rússlandi.  AGS stjórnar þessu landi núna, við erum tæknilega gjaldþrota.  En samt ætlar AGS að hjálpa okkur að skuldsetja okkur ennþá betur, alveg upp í rjáfur.  Hver ætli hirði gróðann af skuldsetningu okkar?  Svar óskast!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.7.2009 kl. 03:55

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Gamlar konur þurfa víst að hvílast, góða nótt.  Meira á morgun  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.7.2009 kl. 04:08

13 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 18.7.2009 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband