Hverrar krónu virði

Hún Eva Joly er haukur í horni fyrir okkur Íslendinga, ég er alveg viss um það að hún er hverrar krónu virði.  Hún hefur núna talað máli okkar, betur en íslenskir ráðamenn og konur.  Hún ásamt samstarfsmönnum sínum á líka eftir að finna fé, sem fjármálaelítan, sjálftökuliðið hefur flutt á bankareikninga í skattaskjólum.  Það er einlæg trú mín, að hver króna sem fer í rannsóknarlið hennar mun skila sér margfalt til baka í framtíðinni. 


mbl.is Joly tókst það sem öðrum tekst ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Ég er algjörlega sammála þér. Og viðbrögð aðstoðarmanns Jóhönnu sýna enn frekar þörfina fyrir erlenda rannsóknaraðila. Hér heima er stöugt reynt að setja steina í götu rannsóknaraðilanna.

Margrét Sigurðardóttir, 4.8.2009 kl. 11:29

2 identicon

algjörlega sammála þér.og við þurfum örugglega fleiri erlenda rannsakendur frekar en flokksbundna klíkuvini til að rannsaka fjármálaglæpi hérlendis.....

zappa (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 13:07

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

ég myndi hreinlega vilja sjá Evu okkar sem forsætisráðherra landsins, þá fyrst væri ég til í að leggja einhverri uppbyggingu lið.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 4.8.2009 kl. 15:23

4 Smámynd:

Ef eitthvað verður farið eftir því sem hún segir. Hræddust er ég um að allur skýturinn sem hún er að grafa upp verði bara jarðaður aftur, henni klappað á bakið og þökkuð góð störf og síðan reynt að gera lítið úr öllu saman.

, 4.8.2009 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband