10.8.2009 | 01:03
Skemmtileg rannsókn
Þar sem ég er hundaeigandi, veit ég vel að hundar skilja mælt mál mjög vel. Þegar ég átti tvo hunda fyrir 17 árum var þetta mjög áberandi annar hundurinn minn var Labrador retrever og hinn Border collie. Ef ákveðin orð voru sögð urðu hundarnir vitlausir, oft talaði ég ensku eða dulmál við fjölskylduna til þess að hundarnir skildu mig ekki. Sérstaklega þegar ég var að spyrja börnin hver nennti að fara með hundana út í garð að leika. Út orðið gerði þá báða vitlausa.
Hundurinn sem ég á í dag, skilur ótrúlega mörg orð. Svo er hann þannig að ég veit alltaf ef hann hefur gert eitthvað af sér. Þegar ég kem heim úr búðinni, veit ég hvort hann hefur gelt eða ekki. Ef hann hefur gelt eða gólað er hann skömmustulegur þegar ég kem heim. Svo veit ég alltaf á morgnana hvort hann hefur nagað eitthvað, það á sérstaklega við þegar hann var yngri. Ég sá það strax á morgnana hvort hann hafði gert eitthvað af sér um nóttina. Þá kom hann skríðandi með sektarsvip á móti mér. Hann gefur það alltaf í skyn, með látbragði sínu hvort hann hafi verið óþekkur. Hann veit alltaf upp á sig skömmina, og ég skamma hann alltaf ef hann er skömmustulegur Ég segi við hann Úlli hvað ertu búinn að gera!!! Svo eftir smá stund, reynir hann að láta mig gleyma skömmunum með smjaðri. Þá er hann yfirmáta ofurgóður, og kemur biðjandi um klapp á kollinn og kannski smá klór á bringuna
Jafn greindir og 2 ára börn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
http://huxa.blog.is/album/myndir/image/638707/ <- Úlli minn
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.8.2009 kl. 01:21
Sæl Jóna.
Já, þeir skilja oft meira en eigandinn áttar sig á.
Góð frásögn
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 01:29
Sæl Jóna, ég er í þessu að fara að ná í lítinn hvolp. Hann kemur í hóp tveggja annarra, allt stúlkur !
Þetta eru Pyrenea fjallahundar. Þeir eru æðislegir ! Eins hvítir og þinn er svartur.
Lilja Skaftadóttir, 10.8.2009 kl. 04:47
og kötturinn lætur sér fátt um finnast og gerir bara það sem honum sýnist
, 10.8.2009 kl. 21:47
Hundarnir eru oft ótrúlega duglegir að skilja mannamál. Mér finnst merkilegt að hundurinn minn gerir alveg greinarmun á orðunum mamma og amma. Ef einhver segir mamma kemur hann til mín, ef einhver segir amma fer hann strax að leita að ömmunni og bíður jafnvel við útidyrnar eftir að hún birtist. Hann er ekki enn búinn að fatta að ég ber báða titlana.
Sigrún Aðalsteinsdóttir, 12.8.2009 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.