12.8.2009 | 01:49
Er hægt að treysta Ögmundi?
Ég held að hann sé einn af fáum stjórnmálamönnum sem hægt er að treysta. Hann hefur ekki þegið laun umfram þingfararkaupið sitt. Hann er einn af mjög fáum þingmönnum sem treystandi er til þess að fylgja sannfæringu sinni. Vonandi eiga fleiri þingmenn eftir að fylgja fordæmi hans. Guðfríður Lilja og Lilja Mósesdóttir eru efnilegar líka þegar maður talar um þingmenn vinstri grænna og náttúrulega Atli Gíslason. Ég vona að hægt sé að treysta þeim öllum til þess að kjósa rétt!! Þegar atkvæðagreiðslan um IceSlave fer fram, það má aldrei samþykkja þennan nauðungarsamning.
Fjölmenni á félagsfundi VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála.
Líst þér ekki annars vel á bóndann?
Sigurður Þórðarson, 12.8.2009 kl. 02:13
Bóndinn ungi er frábær, og svo treysti ég náttúrulega á þingmennina mína þrjá allavega þau Þór, Birgittu og Margréti. Þráinn virðist vera á eigin vegum á þinginu.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.8.2009 kl. 02:16
Að vísu var bóndinn þögull í kastljósinu á mánudagskvöldið, ætli það sé búið að þagga niður í honum????
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.8.2009 kl. 02:26
Ef er hægt að treysta einhverjum, þá er það Ögmundur blessaður. Kanski er hann með of milt og hlýtt hjarta í þetta svikarugl. Hann á allann minn stuðning.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.8.2009 kl. 04:39
Ég freistast til að hafa trú á heiðarleika Ögmundar.
Jens Guð, 12.8.2009 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.