18.8.2009 | 23:39
Hundar eru góðir
Ég held að flestir heimilishundar séu mjög góð þjófavörn. Þeir láta yfirleitt alltaf vita af mannaferðum í kring um hús sín. Ekki er minn hundur sérstakur varðhundur, en ég veit alltaf hvernær einhver er að koma eða ef einhver er á ferli á nóttunni. Hann geltir ekki en við vitum samt alltaf hvenær gestir ganga upp tröppurnar. Svo þegar ég fer með hann út á nóttunni, bofsar hann alltaf ef einhver er á ferli í götunni. Ég treysti betur á hundinn minn en einhverja þjófavörn.
Hundur stökkti þjófi á flótta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já sumir hundar greinilega En hún dóttir mín á tík sem alltaf geltir ef einhver gengur upp á tröppurnar heima hjá þeim Svo sátu þau eitt kvöldið og horfðu á sjónvarpið og tíkin lá hjá þeim í sófanum. Þegar þau seinna um kvöldið ætluðu að grípa sér bjór úr kippunni sem þau geymdu við dyrnar í bakgarðinum var búið að ræna henni og daginn eftir sagðist nágrannakonan hafa séð einhverja stráka fara yfir girðinguna og hlaupa svo aftur út úr garðinum. Og á meðan sátu þau hinum megin við vegginn með helv.... hundinn sem sagði ekki bofs
, 18.8.2009 kl. 23:51
Ég á líka hund. Hann geltir líka þegar einhver kemur en gallinn við hann er að hann er svo mannelskur að ég er hrædd um að ef þjófarnir færu að gera sér dælt við hann yrði hann ljúfur eins og lamb. Þetta er cavalier en ég treysti nú samt svolítið á það að hann fæli menn frá húsinu. Það má alla vega halda í vonina.
Helga Þórðardóttir, 19.8.2009 kl. 00:24
Hundar eru góðir og þá sérstaklega stórir og grimmir manndrápshundar en það er best að skjóta bara innbrotsþjófinn og láta lögguna svo hirða líkið.
Hannes, 19.8.2009 kl. 01:06
Hundurinn minn er stór og mikill, hann er alltaf að þenja sig núna enda að verða fullorðinn. Hann reisir kambinn þegar hundar ganga fram hjá húsinu okkar, og urrar á ókunnuga. Hann er góður varðhundur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.8.2009 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.