25.8.2009 | 01:49
Nú styttist í það að þetta stærsta myntkörfulán sögunnar verði samþykkt
Ég mun taka sérstaklega eftir því hverjir kjósa með þessu þrælafrumvarpi. Það lítur út fyrir það að ég muni kjósa FRAMSÓKN í næstu kosningum. Ég mun ekki kjósa neinn sem styður þetta glæpafrumvarp. Það er deginum ljósara að þingmenn sem styðja þetta frumvarp eru ekki að vernda hag okkar Íslendinga, en liggja flatir undir Bretum og Hollendingum. Fussum svei.
Funda um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
http://www.youtube.com/watch?v=bh6ENfmPKqY&eurl=http%3A%2F%2Fkreppan%2Eblog%2Eis%2Fblog%2Fkreppan%2F&feature=player_embedded#t=11 Ég rændi þessu myndbandi á síðunni hennar Jakobínu.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.8.2009 kl. 01:58
Stundum er ég farinn að halda að miðillinn frá skotlandi sem allt var haft eftir á útvarpi sögu fyrir ekki svo alls löngu, hafi haft rétt fyrir sér.
Hann sagði að evran færi í 2000 kall, 30% af þjóðinni flytti af landi brott, útgöngubann yrði sett á í Reykjavík vegna mikilla óeyrða og svo yrði tekinn upp dollar og við værum sem ósjálfstætt ríki innan banaríkjanna á meðan við værum að jafna okkur.
Kveðja,
Bla bla bla
Kolbeins, 25.8.2009 kl. 04:28
Frekar en að kjósa framsókn, kynntu þér stefnu Samtaka fullveldissinna, við höfum m.a. ályktað gegn IceSave samningnum í núverandi mynd.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2009 kl. 09:40
Jóna, kannski er stutt eða langt í kosningar. Framsóknarflokkurinn hannaði kvótakerfið sem er undirrót og upphaf efnahagshrunsins. Framsóknarflokkurinn var annar þeirra tveggja flokka sem gerði út á helmingskiptaregluna með einkavinavæðingunni í bankakerfinu og því öllu. . Framsóknarflokkurinn var höfundur 90% lagði húsnæðiskerfið í rúst. Framsóknarflokkurinn boðaði Ísland án eiturlyfja 2000. Þarf ég að halda áfram upptalningu á því böli sem Framsóknarflokkurinn er? Jú, éh bæti við að Framsóknarflokkurinn setti Ísland á lista yfir stríðviljugur þjóðir sem nú eru ábyrgar fyrir dauða milljón Íraka, örkumli slatta til viðbótar og yfir 2 milljónum flóttamanna í neyð.
Jens Guð, 25.8.2009 kl. 22:36
Ég er algjörlega á móti framsókn, í öllum grundvallaratriðum. Mér líst betur á hugmynd Guðmundar Ásgeirssonar, samt finnst mér ég ekki eiga samleið með fullveldissinnunum. Ég fór og las stefnuskrána, og ætla ég ekki að ákveða mig í dag hvað kosið verður í næstu kosningum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.8.2009 kl. 23:08
Jóna, stefnuskrá flokka er það síðasta sem á að taka mið af. Þegar Ómar Ragnarsson hóf nám í stjórnmálafræði uppgötvaði hann að stefnuskrá Sovétrikjanna var sú flottasta af öllum. Útkoman í raunheimum varð viðbjóður djöfulsins. Það sama á við um Framsóknarflokkinn. Framsóknarflokkurinn er viðbjóður djöfulsins.
Jens Guð, 25.8.2009 kl. 23:22
http://www.youtube.com/watch?v=Da88dIQoToU&eurl=http%3A%2F%2Fstebbifr%2Eblog%2Eis%2Fblog%2Fstebbifr%2Fentry%2F936766%2F&feature=player_embedded#t=169 Myndband með stjórnarherrunum.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.8.2009 kl. 01:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.