11.9.2009 | 23:50
Óþolandi forræðishyggja
Hvernig er það með læknafélagið? Ætla læknar ekki að hafa neitt að gera í framtíðinni? Nei þetta er bara smá kaldhæðni. Ég hlýt að standa með reykingarmönnum og konum, þar sem ég hef reykt meirihluta ævi minnar. Þótt ég sé reyklaus í dag, skil ég reykingamenn og konur mjög vel. Ég er samt fylgjandi tóbaksölubanni til ungmenna, því þarf að framfylgja allstaðar sem tóbak er selt. En fullorðið fólk hlýtur að meiga kaupa tóbak þar sem það vill.
Tóbak verði tekið úr almennri sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæl Jóna, forræðishyggjan getur tekið á sig furðulegustu myndir og líklega erum við öll anarkistar inn við beinið, því frjálsu fullorðnu fólki líkar almennt illa þegar stofnun eða ríki vill taka sér boðunarvald sem heftir okkur.
Er núna stödd í "líklega minnst forræðishyggnustu" borg veraldar Las Vegas, villingurinn í mér kann að meta þennan stað, kannski vegna þess að það er eiginlega ekkert bannað hérna.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 12.9.2009 kl. 00:29
Ekki einusinni að reykja á almannafæri??? Vá flott borg það....
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.9.2009 kl. 00:35
Það er sorglegt hvernig stjórnvöld hérna á Íslandi hafa farið með vald sitt. Þau hirða góðan skatt tekjur af bæði áfengi og tóbaki svo má helst hvergi nota þessar dýru veigar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.9.2009 kl. 00:37
það "má" heldur ekki drekka á almannafæri ...
Björn Leví Gunnarsson, 12.9.2009 kl. 02:00
Eins og ég hef svo oft sagt í kvöld, hvenær hættir ríkið að vera mamma þín?
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 12.9.2009 kl. 07:14
Allavega hér eru nöfninn á fólkinu í þessari tókbaksnefnd
http://www.lis.is/Groups/Info.aspx?ID=101
Friðrik Páll Jónsson
Kristinn Tómasson
Valgerður Á. Rúnarsdóttir
Lilja Sigrún Jónsdóttir (formaður)
Kristinn Tómasson
Friðrik E. Yngvason
Þetta eru opinberar upplýsingar og fólk hefur rétt að vita hverjir eru í þessari nefnd
Alexander Kristófer Gústafsson, 12.9.2009 kl. 13:09
13:00 Þingsetning: Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands.
Kosning fundarstjóra
Ávarp: Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra
13:15-13:45 Reykingatengdir sjúkdómar, einn faraldur, allar sérgreinar læknisfræðinnar.
13:45-14:00 Tóbaksfíkn: Valgerður Rúnarsdóttir, læknir.
14:00-14:15 Hagfræði tóbaksnotkunar: Kristín Þorbjörnsdóttir, hagfræðingur.
14:15-14:30 Lyfja- og eiturefnafræði tóbaks: Magnús Jóhannsson, prófessor.
14:30-14:45 Reykingar, faraldur eða frjálst val?: Ástríður Stefánsdóttir, læknir og siðfræðingur.
14:45-15:00 Kaffihlé.
15:00-16:30 Vinnuhópar
16:30-17:00 Forsvarsmenn vinnuhópa kynna ályktanir þeirra.
17:00 Tóbaksvarnaþingi slitið. Kristján G.Guðmundsson, læknir.
Ég er búinn að hafa samband við sumt af þessu fólki og fæ engin svör um hverjr kusu já eða nei Lýðræði á Íslandi my ass. Ég hvet alla til að hafa samband við þetta fólk og krefjast upplýsinga eins og að gerast í eðilegum lýðræðisríkkjum!
Alexander Kristófer Gústafsson, 12.9.2009 kl. 13:33
Daníel ... um leið og þú hættir að vera barnið hennar og verður fullorðinn (almenn athugasemd)
Björn Leví Gunnarsson, 12.9.2009 kl. 14:49
Þetta er álíka fáránlegt og að ætla að banna læknamistök ... stundum held ég að forræðishyggjufólk framkvæmi fyrst og hugsi eftirá(ef það nær svo langt)
Sævar Einarsson, 17.9.2009 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.