13.9.2009 | 12:10
Hún er hverrar krónu virði
Eva Joly veit meira um svona fjárglæfra en við Íslendingar, hún er að reynast okkar besti bandamaður. Eitthvað sem stjórnvöld ættu að taka sér til fyrirmyndar. Mér virðist Eva vera á réttri braut að bera saman Bernard Madoff og íslensku útrásarbarónana. Svikamylla beggja var byggð á frjálsu verðbréfamörkuðunum og voru markaðirnir misnotaðir til svikanna. Fyrirtæki voru keypt, svo var búin til viðskiptavild sem seld var dýrum dómum. Viðskiptavild sem var búin til úr engu, fyrirtækin hækkuðu í verði við hverja sölu. Sömu mennirnir keyptu sömu fyrirtækin aftur og aftur alltaf á hærra verði en áður. Þannig var svindlað á markaðinum, þannig held ég að stærsta svindið hafi verið.
Bankahrun líkist máli Madoffs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála.
Þráinn Jökull Elísson, 13.9.2009 kl. 14:13
Settu bretar hryðjuverkalög á bandaríkjamenn? - neeei
, 13.9.2009 kl. 17:51
Það er sko alveg 100% rétt hjá þér
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.9.2009 kl. 22:41
ég er algjörlega sammála þér með þetta,þú hefðir bara líka mátt benda á að nú er verið að selja sömu mönnunum (með eina kennitöluna enn)sömu fyrirtækin aftur eftir að vinirnir í skilanefndunum eru búnir að afskrifa skuldirnar.
zappa (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.