20.9.2009 | 01:32
Er þetta draumur Jóhönnu og Össurar?
Þessir evrópsku bændur eru að mótmæla lágu verði á mjólk, verði sem lækkað hefur um tugi % undanfarin ár. Mjólkurbúin eru rekin með tapi, vegna lækkunar á afurðaverði. Hvernig ætli þetta yrði hérna á Íslandi? Þegar við þurfum að framleiða mjólk á sama verði og gert er í hinum ESB löndunum, eða þegar framleiðsla á lambakjöti þarf að standa undir sér. Vera samkeppnishæft á heimsmarkaði. Ég óska þess að við Íslendingar höfum vit á því að standa alltaf fyrir utan ESB.
Helltu milljónum lítra mjólkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég mæli með því að þú lesir þetta hérna. Framkvæmdastjórn ESB er nú þegar búin að bregðast við þessum verkföllum. Hvort að það verður eitthvað meira gert á eftir að koma í ljós.
Jón Frímann (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 02:02
Þessi reglugerð var samþykkt í fyrradag, hvers vegna voru bændurnir ennþá að mótmæla í gær??? Þeir ætla að setja kvóta sem framselja má, ekki líst mér á þetta plagg.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.9.2009 kl. 02:17
Það var engin reglugerð sett, eins og þarna kemur rækilega fram. Þú ert viljandi að misskilja þetta, svo að það henti málflutningi þínum.
Jón Frímann (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 02:34
The Commission proposes changes to the operation of quota buying-up schemes by Member States. Currently, for purposes of restructuring, Member States can 'buy' quota from farmers and put this quota in the national reserve. Kannski er enskukunnáttu minni áfátt í svona málum, en þarna á að kaupa upp kvóta til þess að setja í hítina ( kannski ríkishítina) Ps: Ég er ekki löggiltur skjalaþýðandi...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.9.2009 kl. 03:15
það er reginmunur á því sem þú ert að tala um Jóna, og þeirri röksemd að ESB sé vont vegna þess að mjólkurbændur séu að mótmæla. Það eru fleiri hliðar á þessu máli heldur en það sem snýr að bóndum t.d. neytendur,skattgreiðendur og úthlutun úr sameiginlegum sjóði ESB.
Það er ekkert kerfi, sem mennirnir hafa skapað,fullkomið.
Þarna eru bændurnir að mótmæla því að verðið á markaði hafi lækkað.
Ástæða verðlækkunarinnar er sú að neytendur eru að draga saman seglin í sinni neyslu.
En bændur vilja samt að skattgreiðendur í ESB borgi þeim lækkunina,þá væntanlega með hærri skattbyrði?!
Ég vona að fulltrúar mínir hjá ESB haldi áfram að verja mig sem almennann neytenda í ESB ríki (Danmörk)
Rúnar Ingi Guðjónsson, 20.9.2009 kl. 06:56
Ég hef greinilega skilið fréttina vitlaust, En ég stend við ósk mína um að við höfum vit á því að ganga aldrei í ESB, ALDREI
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.9.2009 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.