21.9.2009 | 01:58
Ekki vann ég í Lottóinu þessa vikuna
En ég er samt búin að græða smá fúlgu undanfarna 3 mánuði. Ég ætla að fjárfesta í 3ja sæta leðursófa á morgun. Ég ætla að eyða sparnaðinum í sófa. Hvernig fór ég að því að spara, ef einhver vill vita það er bara að halda áfram að lesa.
Ég hætti að reykja fyrir tæpum 3 mánuðum síðan. Þessi leðursófi kostar að vísu sama og reykingarnar mínar kostuðu í 4 mánuði, þannig að ég ætla að taka forskot á sæluna. Ég þakka Steingrími J Sigfússyni fyrir það að ég er hætt að reykja, þar sem ég hætti að reykja til þess að þurfa ekki að borga nýja tóbaksskattinn sem lagður var á reykingarfólk í vor. Takk Steingrímur, fyrir það að ég á næstum því fyrir nýjum 3ja sæta leðursófa.
Vann 35 milljónir í Lottói | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til hamingju með þennan áfanga Jóna mín, stendur þig betur en sumir.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.9.2009 kl. 02:28
Gangi þér vel Jóna mín...og til hamingju með sófann...og reykbindindið
Hólmdís Hjartardóttir, 21.9.2009 kl. 07:57
Til hamingju með það Jóna og velkomin í bloggvinahópinn minn. Og ekki veitir af að bæta nokkrum árum við lífið, með heilsusamlegra líferni, til að borga æs-sleif fyrir bjöggana meðan þeir djamma á tortóla með hagnaðinn og við og börnin okkar borga skuldirnar.
Baldvin Björgvinsson, 21.9.2009 kl. 09:04
Vá hvað þetta er flottur árangur. Sko vel að því komin að fá þér sófann
, 21.9.2009 kl. 14:16
Það borgar sig nota líkmalegan viðhalds mátt í annað en verjast gegn tóbaksmengun. Það er önnur hlið sem oft gleymist.
Júlíus Björnsson, 22.9.2009 kl. 00:55
Næst á dagskránni hjá mér er að koma mér í gott form, svo ég hafi krafta til þess að borga æseif næstu áratugina.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.9.2009 kl. 01:10
Við borgum ekki neitt en tökum það sem okkur ber Jóna!
Júlíus Björnsson, 22.9.2009 kl. 02:27
til lukku aftur og aftur - þetta er frábært hjá þér að hætta að reykja
Sigrún Óskars, 22.9.2009 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.