Það er okkur fyrir bestu

Að hætta alveg að hugsa um Drekasvæðið, á meðan ástandið í þjóðfélaginu er svona slæmt.  Salta og geyma til mögru áranna, væntanlegan olíugróða þ.e.a.s ef olía finnst þarna. 

 Ég vona að fljótlega komi fram manneskja sem fólk treystir, og geri að foringja okkar.  Okkur vantar manneskju sem getur leitt okkur út úr þessum vítahring, ekki eina manneskjuna enn sem samþykkir kennitöluflakk, og allt svínaríið í kring um það. 

 Okkur vantar sárlega foringja sem segir nei við spillingarliðinu og spillingunni.  Foringja sem lítur ekki niður á okkur fólkið, almúgann.  Jóhanna og Steingrímur líta bæði niður á okkur fólkið, þau álíta að við fólkið eigum það skilið að borga Iceslave fyrir Björgólfana.  Vegna þess að þau hafa enga samkennd með okkur fólkinu, þau hafa haft það of gott að vera þingmenn undanfarna áratugi.  Þau eru ekki hluti af okkur fólkinu, þau eru hluti af elítunni.  Fólkinu sem skilur það ekki að eiga ekki fyrir lánum og mat.  Þau eru spillingarliðið......


mbl.is Stighækkandi gjald óháð kostnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Grétarsdóttir

Við verðum að auglýsa eftir góðum uppreisnarforingja.....ég er komin með upp í kok af þessari hringavitleysu og fæ grænar bólur í hvert sinn sem ég sé mynd af (sérstaklega) Jóhönnu !!!!

Anna Grétarsdóttir, 24.9.2009 kl. 01:50

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ef ég mætti velja eina manneskju sem foringja, væri það Lára Hanna.  Ég held að hún sé helsta von okkar Íslendinga. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.9.2009 kl. 01:59

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Tek undir thessa færslu Jòna!

Thvì midur er thetta satt hjà thèr..

Kvedja ùr Nordursjònum ùr olìubransanum :)

Einar Örn Einarsson, 24.9.2009 kl. 07:59

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæl!Foringinn þyrfti að hafa ansi viðtæk völd,það lítur út fyrir að Jóhanna hafi þau,snýr heilum flokki til fylgilags við Esb.innlimun. Ég fæ líka óbragð í munninn er ég sé þau skötuhjú,ljúgandi,felandi gögn um Icsave,var þó ekkert hallari undir hina flokkana fyrir hrun. Hanna Lára er að gera geysilega góða hluti,launalaust,hún væri ein í óskastjórn minni. Nennum við að mótmæla!Værum  búin að svínbeygja "nýlenduþjóðirnar",til að fylgja réttlætinu,regluverkinu sem þeir sjálfir sköpuðu,værum við samstíga.

Helga Kristjánsdóttir, 24.9.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband